Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 77

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 77
Kirkjuritið. Menntun presta á íslandi. 257 Eftir Svartadauða og pláguna síðari (1494) hefir prestaskortur verið svo mikill, að orðið liefir að talca lítt lærða menn í embætti. Þó kemur ekki lil mála, að þeir hafi getað framið tíðasöng nema 'þeir kynnu eill- hvað i latínu. Eru heldur óglæsilegar lýsingar á mennt- unarástandi presta á síðustu öld káþólskunnar, sem lesa má í ritum siðaskiptamanna, og sennilega orðum auknar, þó að ástandið hafi að sjálfsögðu ekki verið gott. 1 liinu latneska ævisöguhroti Jóns biskups Arason- ar, sem talið er að vera skrifað kringum 1600, er kveðið þannig að orði, þar sem rætt er um uppfræðing Jóns biskups: „Þá voru engir latinuskólar hér á landi. Urðu þá foreldrar að fá munka eða aðra klerka af hinum lægri vígslum, eða einhverja aðra, sem fróðan voru en almenningur, til þess að kenna piltum að lesa eða skrifa islenzku, þó ekki væri meira. Og kvað það ekki hafa ver- ið kostnaðarminna en nú er að halda pilt í skóla. Þá var og kenndur gregorianskur söngur, sem ávallt hefir hér mjög tíðkazt. Mönnum var þá kennt að lesa Davíðs- saltara og aðrar tiðabækur, sem þá var venja að þylja fram i kirkjum, en allt svo sem í belg o,g biðu. Og svo þótti mönnum, að hver sá væri fullfær til að laka allar vígslur og gegna öllum klerklegum emhættum, er skamm- lítt kynni lestur og söng að tíðum sem til var sett“. Enn- fremur segir höfundurinn skömmu seinna: „Engir sinntu bóknámi, hvorki latínufræðum né öðrurn tungum, nema einstöku hiskupar eða ábótar, einna helzt þeir, er verið höfðu nokkurn tíma í Þýzkalandi eða Englandi eða Frakk- landi, því að við bar það, að íslendingar gáfu sig nokk- uð að bókum i Parísarborg og annarsstaðar .... Hinir sem eigi fóru utan til náms lærðu naumast eða eigi Dónatinn og i þeirra tölu var eflaust Jón Arason. Ilann lét sér einlilita móðurtungu sína, eins og margir aðrir og þótti sér borgið með innlendum fræðum“ -). Segii' þar D Bisk. II, 424—428.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.