Kirkjuritið - 01.07.1947, Blaðsíða 30
210
Prestastefnan 1947.
Júlí-Okt.
Séra Þorsteinn Briem, fyrrum prófastur, fór til Svíþjóðar,
og dvelur þar sér til lieilsubótar.
Þessir núverandi og fyrverandi starfsmenn kirkjunnar liafa
átt merkisafmæli á synodusárinu, aS því er mér er kunn-
ugt um.
Séra Böðvar Bjarnason præp. hon. frá Rafnseyri varð 75
ára hinn 18. april s.l..
Séra Friðrik Hallgrímsson, f. dómkirkjuprstur i Reykjavik,
varð 75 ára hinn 9. júni s.l.
Séra Bjarni Jónsson, dómprófastur í Reykjavík og vigslu-
biskup, varð G5 ára liinn 21. okt. s.l..
Séra Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ, varð 65 ára liinn 21.
ágúst s.l.
Séra Vigfús Ingvar Sigurðsson á Desjamýri, varð 60 ára hinn
7. maí s.l.
Séra Ilermann Hjartarson, f. prestur á Skútustöðum, varð
sextugur liinn 21. mars s.l.
Sjö prestar áttu 50 ára afmæli á synodusárinu: Séra Magnús
Giiðmuiulsson i Ólafsvík, séra Sveinn Ögmnndsson i Kálfholti,
séra Friðrik .4. Friðriksson á Húsavík, séra Sigurjón Þ. Árna-
son i Reykjavík, séra Ingólfur Þorvaldsson Ólafsfirði, séra
Ragnar Ófeigsson Felsmúla og séra Óli Ketilsson í Hvítanesi.
í þessu sambandi vil ég ennfremur geta þess, að á síðast-
liðnu hausti var séra Friðrik Friðriksson kjörinn lieiðurs-
doktor í guðfræði við Háskóla íslands.
Flyt ég þessum mönnum öllum innilegar heilla og árnaðar-
óskir og hið þeim blessunar guðs.
Áformað cr að halda Alþjóðaþing lútherskra kirkna í Lundi
í Svíþjóð dagana 30. júní til 5. júlí næstkomandi. Mun ég að
forfallalau.su mæta þar fyrir liönd íslenzku kirkjunnar ásamt
prófessor Ásmundi Guðmundssyni. Ennfremur mun mæta þar
séra Árni Sigurðsson fyrir fríkirkjuna í Reykjavík. Vegna þess
að eigi var völ á hentugri ferð til Norðurlandanna, varð ég að
flýta synoduni um einn dag, til þess að geta notað ferð Dr.
Alexandrine nú hinn 21. þ. m.
Að lokum vil ég geta þess, að mér hafa borist bréf frá erki-
biskupnum í Kanlaraborg þar sem hann býður biskupi (eða
fulltrúa er liann tilnefni), til þess að mæta á biskupafundi
ensku kirkjunnar árið 1948, en þeir fundir eru haldnir 10.
hvert ár. (Lambethfundirnir svoncfndu). Jafnframt liefir bisk-
upinn stungið upp á því, að í sumar komi hingað sendinefnd