Kirkjuritið - 01.07.1947, Blaðsíða 54
234
Benjamín Kristjánsson:
Júlí-Okt.
með því að þeir hafi fengið fleiri kirkjur til þjónustu,
þegar fram líða stundir. Einkum lilýtur að liafa verið
mikil prestafæð eflir Svartadauða, eins og áður er gel-
ið, þegar talið er að ekki lia.fi lifað pláguna nema rúm-
lega 50 lærðir menn á öllu landinu. Þó er í kirknatali
Jóns Vilhjálmssonar frá 1429 gert ráð fyrir 136 prestum
og 44 djáknum i Hólabiskupsdæmi og i Máldagaskrá
Ólafs biskups Rögnvaldssonar, um 1361, er gert ráð fyr-
ir 140 prestum og 42 djáknum1).
Samkvæmt áætlun þeirri, sem áður er gerð um Ilóla-
biskupsdæmi, liefðu þurft að vera um 150 prestling-
ar árlega að námi á landinu öllu, til að fullnægja
prestaþörfinni, ef gert er ráð fyrir 20 ára meðal
þjónustualdri og sex ára námstíma. En hvorttveggja er,
að oft var námstíminn lengri og i þessari tölu er ekki
gert ráð fyrir djáknum, sem hækkað hefir klerka töl-
una um fjórða liluta. Samkvæmt því mætti áætla, að
lærlingar liafi orðið að vera undir 200 árlega.
Nærri má geta, að oft liefir orðið misbrestur á þessu,
enda segir svo í sögu Páls biskups, að biskup léti taln-
ing kirkna og presta fara fram, af því að liann vildi
leyfa prestum utanferð, ef ærnir væru eftir í sýslu hans.
En hann vildi og fyrir sjá, ef svo félli, að eigi væri
prestafátt í sýslu hans, meðan hann væri biskup2)- Er
talað um prestafæð í Skálholtsbiskupsdæmi eftir and-
lát Magjiúsar biskups Gizurarsonar, þegar Björn Gils-
son Hólabiskuj) var fenginn til að gera vígslur á Al-
þingi, og eins má lesa það gegnum sögu Þorláks bisk-
ups helga, að oft neyddist hann til að vígja lítt lærða
menn og mjög vanfæra til embættis, svo vandlátur sem
hann var annars um allan tíðaflutning3). En jafnvel þó
að menntun presta þessara liafi oft verið næsta fáskrúð-
1) D.I. IV, 379—382; D.I. V, 358—361.
2) Bisk. I, 136.
3) Bisk. I, 91, 107.