Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 54

Kirkjuritið - 01.01.1950, Page 54
52 KIRKJURITEÐ IV. Enn fylgir sú hugmynd sums staðar kenningunni um gjörspillingu mannanna og eilífa útskúfim, að ekki megi biðja fyrir framliðnum. Ef maðurinn hefir alla ævi syndgað gegn náð Guðs' og skort rétta trú, þá þrýtur náð Guðs við andlát hans. Þá hættir Guð að elska hann, en reiðin og refsingin tekur við. Þvi er of seint að iðrast eftir dauð- ann. Og þess vegna má ekki heldur biðja fyrir látnum manni. Það getur verið sama sem að rísa gegn ráðsálykt- unum Guðs, nema þá að framliðni maðurinn sé fullsæll orðinn. En þá er bænin honum líka óþörf. Þannig á þessi bæn undir öllum kringumstæðum engan rétt á sér. Til er þó sá meðalvegur, að þrisvar skuli mega biðja fyrir látnum manni. Oftast er því alveg sleppt. Og fella þá prestar, sem eru þess sinnis, úr kirkjubæn helgisiðabókarinnar fyrirbæn fyrir framliðnum. Kemur það jafnvel fyrir, að svo mikil áherzla er lögð á þetta atriði, að það er haft til marks um það, hvort prestar eru trúaðir eða vantrúaðir. Blessunarorðum yfir líkbörum er þó haldið. En hvað með því er meint, segir ekki, enda sennilega engin skýring til á því frá sjónarmiði þessara manna. Huggunarorð þeirra við jarðarfarir munu yfirleitt heldur magnlítil, sem von er til, ef nokkur eru. Þetta einkennilega fyrirbrigði stenzt ekki heldur en hin ljósið frá fagnaðarerindi Jesú Krists. Enn má álykta líkt og áður: Ef nú þér, sem vondir eruð, haldið áfram aö elska börn yðar, þótt þau liverfi úr þessum heimi til ann- ars lífs, myndi þá algóður Guð hætta að elska sín börn, mennina, við líkamsdauða þeirra? Og hlýtur ekki sá kærleikur að búa yfir hjálparmætti þeim til handa? Hann, sem hefir látið mannssálina verða til, elskar hana til eilífðar. Hann er kærleikur, hinn sami í dag og í gær og um aldur, sjálfum sér getur hann ekld afneitað. I fyrra Pétursbréfi er frá því sagt, að Kristur hafi prédikað fagnaðarerindið fyrir framliðnum, og þá vitan- lega þeim til hjálpræðis en ekki fordæmingar. Og hví

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.