Kirkjuritið - 01.07.1954, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.07.1954, Qupperneq 30
316 KIRKJURITIÐ Vér verðum að leggja fram allt, sem vér eigum. Það er erfitt í fyrstu. Vér viljum halda einhverju eftir fyrir oss sjálf, einhverjum afkima, einhverjum hégóma, en þó svo stórum, að hann skyggir fyrir oss á sólina. Gefum allt, önd og líf. Með þessu einu verðum vér rík hjá Guði. Sál vor opnast að fullu fyrir blessunaráhrifum Krists eins og blómið fyrir sólarljósinu. Vér sjáum með óhjúpuðu andliti endurskinið af dýrð Drottins, svo að vér ummyndumst til hinnar sömu myndar. Það, sem vér megnum ekki, megnar Kristur. Hann er frelsarinn. Þá getur líf vort og starf orðið til ómetanlegrar bless- unar þjóð vorri og kirkju. En ætlum oss aldrei þá dul, að vér getum gefið öðrum meira en vér eigum sjálf. Án batnandi einstaklinga verður engu um þokað til góðs varanlega fyrir lönd né þjóðir. Auðlegðin himneska kemur að innan. Guðs ríki er hið innra með yður. Þannig breið- ist það út. Ytra skipulag er ekki einhlítt. Og vinnum saman öll. Fyrir nokkru sagði barn við mig: Biskup á að kenna fólkinu að trúa á Jesú Krist. Það er einmitt þetta, sem allir kristnir menn eiga að keppa að sameiginlega. Það var megineinkenni frumkristninnar. Hver maður var í þessum skilningi prestur, biskup, hver maður leitaðist við af fremsta megni að leiða aðra undir áhrifavald Jesú Ki’ists, sem hann reyndi sjálfur í lífi sinu dag frá degi. Þannig breiddist kristnin út í öndverðu, og þannig verður hún enn að breiðast út í mannshjörtunum. Jafnvel þar sem klerkavaldið er mest — í kaþólsku kirkjunni — ritar páfinn nýlega af sjúkrabeði eldheita áskorun til leikmann- anna að koma til samstarfs við kennilýðinn, þar sem allir eigi í orði og verki að greiða veg fagnaðarerindi Jesú Krists. Hinn almenni prestsdómur er meginhugsjón í Nýja testamentinu: Látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús, til heilags prestafélags, til að frambera and- legar fórnir, Guði velþóknanlegar fyrir Jesúm Krist. 1 trausti til þeirrar samvinnu hefi ég látið vígjast i dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.