Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 40

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 40
326 KIRKJURITIÐ Ávarp biskups. Kæru starfsbræður og vinir! Af alhug þakka ég yður öllum komuna til vígslu minnar og þann þátt, sem þér hafið átt í þeirri athöfn. Fyrst og fremst vil ég þakka þeim manni, er vígsluna framkvæmdi, dr. Bjarna Jónssyni vígslubiskupi, og svo þeim, er aðstoðuðu hann. Sér- staklega vil ég einnig þakka fulltrúa og framkvæmdarstjóra Lúterska heimssambandsins, dr. Carl E. Lund-Quist frá Genf, sem sýnir það með komu sinni, hve mikla áherzlu Sambandið leggur á að treysta sem bezt bræðraböndin við kirkju íslands. Ég þakka fulltrúa og fyrrverandi forseta Hins evangelisk- lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, dr. Haraldi Sigmar, sem með komu sinni ber ljóst vitni um sívaxandi ástúð félagsins og tryggð við kirkju vora. Hefir hann einnig flutt kveðju Hinna sameinuðu lútersku kirkjufélaga í Vesturheimi- Og ég þakka dr. Richard Beck, fulltrúa Sambandskirkjufélags Vestur-íslendinga og Þjóðræknisfélags þeirra, komu hans, sem vottar einlægan góðhug og vináttu þessara félaga í vorn garð, bræðranna fyrir austan álinn. Ég býð yður alla, eldri og yngri, og ekki sízt hina nývígðu presta hjartanlega velkomna til fyrstu prestastefnunnar, sem ég á að stjóma. Jafnframt þakka ég andlegu stéttinni á íslandi það traust, sem hún hefir sýnt mér með því að kjósa mig biskup lögmætri kosningu, og alla þá ástúð, er ég hefi fundið leggja á móti mér og hefir glatt mig og styrkt. Þér hafið kvatt mig til mikils og vandasams starfs, sem er ofvaxið veik- um kröftum mínum, en ég veit, að þér biðjið þess með mér, að Guð verði með mér í verki. Reynsla langrar ævi hefir kennt mér, að Guði einum er að treysta, og oft hefi ég fengið að þreifa á forsjónarhendi hans og föðurhendi. í trausti til hans hefi ég tekið þessari köllun og mun leitast við, eftir því sem hann gefur mér náð til, að bregðast henni ekki, né yður, bræðr- um mínum. Mörg hvatningar og ástúðarorð yðar geymi ég nú fast i minni, meðal annars það, sem þér hafið sagt: Við kjósum þi£ til starfs, en ekki til hvíldar. Það er vel, að ég viti það og muni þau fáu ár, sem ég kann að eiga framundan í biskups-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.