Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 41

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 41
PRESTASTEFNAN 327 embætti. Og þetta skal vera gagnkvæmt. Ég ætlast aftur á móti til mikils starfs af yður. Vér skulum ekki eyða starfsþrótti vorum í innbyrðis deilur, heldur sameinum kraftana í fullri einlægni og hreinskilni og þannig, að sérhver haldi sannfæring í huga sínum. Það er ekki síður heilræði til prestastéttarinnar en landsmanna allra, sem skáldið kvað: Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast. í samræmi við þetta hefi ég valið aðalmál þessarar presta- stefnu. Því er þannig farið, að það er meginviðfangsefni krist- innar kirkju frá upphafi, og um það á ekki að þurfa að vera neinn trúarlegur ágreiningur. Kirkjan og líknarmálin verða ekki aðgreind. Það sést þegar á lífi og starfi höfundar kirkj- unnar, hvernig hann gekk um kring, gjörði gott og græddi slla. Og upphaf Postulasögunnar sýnir þegar, hve dyggilega írumkristnin leitaðist í þeim efnum við að feta í fótspor hans. Já, þrótt kirkjunnar og líf á öllum öldum hefir mátt miða við það, hversu trúlega henni hefir auðnazt að standa vörð um líknarmálin. Svo er einnig um kirkjuna á Islandi. Oss er nauðsynlegt að íhuga vel afstöðu hennar til þessara fjölþættu ^nála og efla tökin og samstilla betur, — lifa í raun og sann- leik eftir boðorðinu kristilega: Hvars þú böl kant, kveð þér bölvi at, þ. e. líta á annarra böl sem vort eigið, hvar og hvernig sem það verður á vegi vorum. Af því mun ekki aðeins leiða það, er mestu varðar, að bætt verður úr ýmiss konar böli, and- legu og líkamlegu, heldur mun einnig stigið með því stórt spor 1 einingarátt fyrir kirkju vora og hljótast af heill og blessun. Auðvitað má oss öllum vera ljóst, að þetta er ekki einhlítt. % minnist orða eins af kennurum mínum: „Trúin var eitt sinn eldstólpinn, sem fór fyrir mannkyninu á förinni miklu um svið sögunnar og vísaði því veginn. Nú er hún áþekkust sjúkravagni, hann fylgist með á eftir og tínir upp þá, sem örmagna eru og særðir. Þetta er einnig mikið starf, en það er ekki nóg.“ Síðan óætir hann við: „En þegar trúin hefir losað sig við allt dautt Verðmæti, þá mun hún aftur í órofa sambandi við siðgæði Verða það afl, sem leiðir mennina áfram.“ Það er hlutverk kristninnar á öllum öldum að veita mann-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.