Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 54

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 54
340 KIRKJURITIÐ Af alhug þakka ég þessum prestum vel unnin störf í þjón- ustu kirkjunnar, og bið Guð, sem ávöxtinn gefur, að blessa þau og þá sjálfa og ástvini þeirra. Vér vottum þeim þökk vora og virðingu með því að rísa úr sætum. Enn er þess að geta, að séra Róbert Jack, prestur í Grímsey, fluttist þaðan, eftir 9 ára prestskap hér á landi, vestur um haf, og gerðist prestur með Vestur-íslendingum í Árborg í Mani- tobafylki. Þótt hann sé útlendingur, ann hann mjög þjóð vorri og tungu og eignaðist hér ýmsa góða vini. í hóp presta hafa bætzt nýir sem hér greinir: Árni Sigurðsson, guðfræðikandidat, sem dr. Sigurgeir biskup Sigurðsson vígði 4. október aðstoðarprest séra Guðmundar Sveinssonar að Hvanneyri, jafnframt því sem hann vígði Braga Friðriksson guðfræðikandidat til Lundarsafnaðar og fleiri safn- aða Vestur-íslendinga í Manitoba í Canada. Séra Bjarni Sigurðsson var vígður í dag til Mosfellspresta- kalls í Kjalarnessprófastsdæmi. Hann er fæddur að Hnausi 1 Flóa 19. maí 1920. Foreldrar: Sigurður Þorgilsson bóndi og Vilhelmína Eiríksdóttir, kona hans. Hann lauk stúdentsprófi á Akureyri vorið 1942 og síðar embættisprófi í lögfræði, og í guðfræði í janúar 1954. Hann er kvæntur Aðalbjörgu Sigríði Guðmundsdóttur frá Norðfirði. Séra Grímur Grímsson var vígður í dag sem settur prestur í Sauðlauksdalsprestakalli í Barðastrándarprófastsdæmi. Hann er fæddur 21. apríl 1912 í Reykjavík. Foreldrar: Grímur Jóns- son cand. theol. á ísafirði og Kristín Eiríksdóttir. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík vorið 1933. Starfaði lengi í tollstjóra- skrifstofunni hér. Tók embættispróf í guðfræði síðastliðið vor. Hann er kvæntur Guðrúnu Sigríði Jónsdóttur frá Kiðjabergi- Séra Kári Valsson var vígður í dag sem settur prestur i Hrafnseyrarprestakalli í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi. Hann er fæddur í Prag 17. júlí 1911. Foreldrar: Dr. Karel Vorovka háskólakennari og Jaroslava, kona hans. Hann lauk stúdents- prófi í Prag 1931. Hann hóf nám í guðfræðisdeild Háskóla íslands 1951 og lauk embættisprófi í guðfræði í janúar 1954. Hann hlaut íslenzkan ríkisborgararétt 1953. Hann er kvæntur Eriku Vorovka, f. Spitzer. Séra Óskar Höskuldur Finnbogason var vígður í dag til

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.