Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 20
442
KIRKJURITIÐ
deilda kristinnar kirkju. Hafa sprottið upp af þessu ýmsar al-
þj óðahreyfingar, svo sem KFUM og K, Heimssamband kristinna
stúdenta og Alþjóðakristniboðsráðið.
En aðalstarfið að þessari samvinnu kirknanna fór fram í
tveim meginstefnum, er gengu undir nöfnunum Life and Work,
Líf og starf, og Faith and Order, Trú og skipulag. Hélt fyrr-
nefnda hreyfingin geysifjölmennt þing í Stokkhólmi 1925, en
hin í Lausanne í Sviss 1927. Þótti leiðtogum þessara voldugu
samtaka sem finna mætti sameiginlegan starfsgrundvöll, og
voru haldnir um það margir fundir. Var svo langt komið, að
haldinn var fundur með leiðtogum í Utrecht í Hollandi til
undirbúnings þess, að stofnað yrði alþjóðakirkjuráð, World
Council of Churches. Hér var ekki um það að ræða, að stofna
til samstarfs einstakra manna eða safnaða, og ekki heldur að
mynda neina „yfirkirkju“, heldur samband kirkjudeilda, er
starfa vildu saman á þeim grundvelli, að þær játuðu ,,trú á
Drottin Jesú Krist sem Guð sinn og Frelsara".
Síðari heimsstyrjöldin olli því, að ekki varð úr fyrsta fundi
þessa alþjóðakirkjuráðs fyrr en í Amsterdam 1948. Komu þar
saman fulltrúar frá 150 kirkjum og stofnuðu ráðið formlega
23. ágúst það ár.
Vakti þing þetta hina mestu athygli víða um lönd, enda stóðu
að því flestar meiri háttar deildir kristinnar kirkju aðrar en
rómversk katólska kirkjan og rússneska ortódoxa kirkjan. Og
beztu menn og atkvæðamestu gengu fram fyrir skjöldu. Orðaði
Visser t’Hooft, aðalritari ráðsins, vígorð móts þessa: „Við ætl-
um að standa saman."
Skipulag og stnrfstilhögnn.
Hér er um svo óskaplegt bákn að ræða, að óhugsandi er að
lýsa því í fáum orðum, nema stærstu megindráttum.
Æðsta valdið er í höndum sjálfs Alþjóðakirkjuráðsins, en það
er um 600 fulltrúar aðildarkirknanna undir forustu sex manna
stjórnar. Voru í henni: Athenagoras, erkibiskup af Þýatíru,
Fisher, erkibiskup af Kantaraborg, Marc Boegner frá Frakk-
landi, Eivind Berggrav biskup frá Noregi, ungfrú Sarah Chakko
frá Indlandi og Bromley Oxnam biskup frá Bandaríkjunum.
Allsherjarþing ráðsins kýs 100 manna miðstjórn, er fer með
stjórn mála milli þinga, og kemur saman árlega. Formaður
hennar var K. G. A. Bell, biskup af Chichester í Englandi.