Kirkjuritið - 01.12.1954, Síða 29
SÍRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ
451
nokkuð rætt í þessu synoduserindi, manninn, skáldið og
prestinn.
Kirkjan má gjarna minnast hans. Hann var hennar
sonur ekki síður en þjóðarinnar, trúarskáld ekki síður en
þjóðskáld.
En að því, er eg bezt veit, hefir minning séra Jóns aldrei
verið heiðruð af kirkjunni sérstaklega, nema ef telja má
hátíðarhöld, er fram fóru að Bægisá haustið 1919 á aldar-
ártíð hans, er minnisvarðinn var honum reistur, og svo
það, er safnaðarfólk í Bægisárprestakalli forna minntist
þar lítillega á staðnum tveggja alda afmælis skáldsins fyrir
10 árum.
Það var í byrjun jólaföstu árið 1788, sem séra Jón
Þorláksson kom fyrst að Bægisá, og fór embættisinnsetn-
ing hans fram rétt fyrir hátíðirnar, eða 3ja aðventu-
sunnudag, og var það afmælisdagur hans. Prestslaust
hafði þá verið á staðnum síðan um mitt sumar, en þá
drukknaði séra Árni Tómasson, er þar hafði þjónað áður,
í Akureyrarhöfn, maður á bezta aldri. Sat ekkja hans,
Helga Jónsdóttir, eftir í brauðinu, og gerðist séra Jón
heimamaður hennar fyrst um sinn. Má ætla, að heldur
hafi verið dauflegt á Bægisá við komu nýja prestsins, í
svartasta skammdeginu, og honum ekki girndarráð að
setjast þar um kyrrt. Var og innreið hans sjálfs ekki með
neinum glæsibrag og ekki lík því, að þar væri á ferð
Þjóðkunnur maður, sem hann þó raunar var orðinn þá
þegar fyrir all-löngu. Fór hann einn saman og hafði komið
gangandi alla leið vestan úr byggðum Breiðafjarðar, en
að vísu tekið góða hvíld á Hólum, hjá fomvini sínum
Þar, Halldóri Hjálmarssyni, konrektor, og um það leyti
settum skólameistara. Segir sagan, að séra Jón væri þá
htt búinn að klæðum og öðrum fararefnum, og er heldur
ótrúlegt. En þungt hefir honum þótt undir fæti á Hjalta-
dalsheiði, á norðurleið, ef marka má stöku hans, alkunna.