Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 34
456 KIRKJURITIÐ árinu fyrr en séra Jón kom norður, er sonur hans lézt. Gerði hann þá kvæðið „Sorgin í Nain“, sem bregður upp átakanlegri mynd af vonbrigðum hans og hugarkvöl: „Ó, að eg mætti fá sem fyrst fagnaðarboðskap þann; í sömu að koma sæluvist, sem minn ástvinur fann; sál mín, ó Jesú! þreyir þyrst þig að umfaðma og hann; ekkert meðlæti og engin lyst önnur mér svala kann.“ (Ljóðab. II, 306.) Séra Jón missti prestsskap tvisvar af þessum sökum, fyrst 1770 og aftur 1772, en hann hafði þá fengið skjóta uppreisn og nýtt brauð, Stað í Grunnavík, en hélt aðeins örstutt. Nú reyndi fyrst á vini séra Jóns Þorlákssonar, og þeir brugðust þá heldur ekki í þessum raunum hans. Hver af öðrum búast þeir honum til varnar og brautargengis. Eftir að hann hverfur úr Saurbænum, er hann á ýmsum stöðum við Breiðafjörð og ræðst loks vetrarlangt í þjón- ustu Bjarna Pálssonar, landlæknis í Nesi. En þá er ein- mitt prestur í Seltjarnarnesþingum séra Árni Þórarinsson, síðar biskup á Hólum, og sat á Lambastöðum. Varð það nágrenni næsta örlagaríkt fyrir séra Jón. Tókst með þeim mikil vinátta, og hefir séra Árni vafalaust fljótt séð, að þarna var maður á ferð, sem kirkjan mátti ekki missa úr þjónustu sinni. Vann hann síðan ósleitilega að málum séra Jóns, og hafði, eftir að hann var orðinn biskup, fullan hug á að styðja hann til góðs embættis í Norðurlandi, þó að hann félli frá áður en því yrði framgengt. Og fyrir áeggjan þessa vinar síns ræðst séra Jón Þorláksson í sínar fyrstu ljóðaþýðingar, útlegging á sálmum úr dönsku sálmabók- inni, ný-útkominni. Var þar að vísu ekki um neitt stór- virki að ræða. En það var góð byrjun og lofaði meiru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.