Kirkjuritið - 01.12.1954, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.12.1954, Qupperneq 36
458 KIRKJURITIÐ virtist nú gæfan aftur brosa við hinu unga skáldi. En þau hjón komu ekki skapi saman, enda næsta ólik. Var Margrét hin mesta búsýslukona, en bóndi hennar allur í öðru. Og nú kom loks að því eftir árabil, að séra Jón fengi rétting mála sinna og gæti af nýju tekið kirkjulegt embætti. En til þess virðist hugur hans hafa staðið alla tíð. Gengu vinir hans þar fram eins og áður og spöruðu sig hvergi, að koma honum til liðs. Voru þar nú engin smámenni á ferð: Biskuparnir báðir, dr. Hannes Finnsson og herra Árni, Magnús Ketilsson, sýslumaður, Ólafur Stephensen og jafnvel sjálfur stiftamtmaðurinn, Levetzow, svo nefndir séu þeir helztu. Og svo, þegar umsóknin loks berst í kon- ungsgarð, er bætt við hana heilum ritdómi um kvæðalist séra Jóns, og mikið iof borið einkum á útleggingu hans á Túllin, sem nú var komin í annarri útgáfu (1783). En hér átti reyndar hlut að áhrifamesti Islendingurinn þá í Danmörku, Jón Eiríksson. Og þetta fágæta vinar- bragð dugði líka svo sem til var stofnað. Hlaut séra Jón fulla uppreist sumarið 1785, en skyldi þó ekki aftur taka prestsembætti í Skálholtsstifti. Var þetta því í rauninni líka eins konar útlegðardómur. Hefir séra Jóni vafalaust sviðið sárt, að svo varð að vera, og komið í hug eitthvað svipað og stendur í vísunni fornu, er hann leit Norðurland fyrst, þrem árum seinna, um hávetur, bjargarsnautt og harðindalegt: ,flefk lönd ok fjöld frœnda flýit, en hitt er nýjast: Kröpp eru kaup, ef hreppik Kaldbak, en lætk akra.“ Rótt hefir honum og ekki verið né svefnsamt síðustu nóttina í Galtardal, 5. nóvember 1788, er hann kveður sína eigin grafskrift: „Leikknöttur lukkunnar liggur í þessum reit, mjög þeim hún mislynd var,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.