Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 37

Kirkjuritið - 01.12.1954, Page 37
SÍRA JÓN ÞORLÁKSSON Á BÆGISÁ 459 meir þó oft köld en heit, hvílu, sem þráði þrátt, þversynjað honum var, og rór á engan hátt unnt, nema þessarar.“ (Ljóðab. II, 536). Eigi mátti hann þá gruna, að einmitt var að hefjast það skeið ævi hans, er skapa mundi honum ævarandi langlífi í endurminning alda og kynslóða. Þegar séra Jón Þorláksson sezt að á Bægisá, undir árs- lok 1788, var hann réttra 44 ára, og, eins og áður er sagt, þjóðkunnur orðinn af verkum sínum. En þar hefst fyrir alvöru sá þáttur í listamannsævi þessa fágæta snillings, sem gerði hann að öndvegisskáldi aldar sinnar, Að kviðlingum hans og lausavísum hefir áður verið vikið. Sá skáldskapur aflaði séra Jóni mikilla vinsælda og alþýðuhylli. Og eftirmæli hans voru mörg gerð af mikilli snilld. En ekkert af þessu bar þó svo langt af, að honum bæri öruggt sæti á innsta skáldabekk. Hér kemur annað til og meira. Með útgáfunni á Túllinskvæðum 1773 var nýtt spor stigið í þá átt, að gefa Islendingum kost á að kynnast kveðskap og orðlist annarra þjóða. Séra Jóni tókst þetta verk framar vonum sem byrjanda og brautryðjanda, og það var honum að ýmsu leyti sjálfum hollur og góður skóli að glíma við þetta viðfangsefni, eins og sálmaþýð- ingarnar, sem nefndar voru hér á undan. En samt var eins og ekkert af þessu væri enn fyllilega við hæfi séra Jóns Þorlákssonar og listgáfu hans samboðið. Það er at- hyglisvert, að frumortur sálmur, sem hann yrkir að lík- indum áður en hann tekur að fást við þýðingar úr dönsku sálmabókinni, ber langt af öðru. Það er „Sumarkveðjarí' fagra: „Sjá! Nú er liðin sumartíð, Hverrar Ijómi blíðu blómi Hruman áður hressti lýð“. Ef til vill fegursti haust- sálmurinn, sem enn hefir verið ortur á íslenzka tungu. Komst hann þó ekki inn í sálmabók þjóðkirkjunnar fyrr

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.