Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.12.1954, Blaðsíða 38
460 KIRKJURITIÐ en rúmri öld eftir að hann var gerður. Og þá ver með hann farið en flesta þá sálma séra Jóns Þorlákssonar, sem eftir hann voru birtir í sálmabókinni frægu, er gefin var út í Leirárgörðum 1801 og Magnús Stephensen stóð að. En vegna breytinga, sem þar voru gerðar á sálmum séra Jóns og raunar margra annarra, spruttu illvígar deilur, eins og kunnugt er. Og gekk séra Jón mjög fram fyrir skjöldu og hlífði engum, sem að þessu verki höfðu unnið, og sízt fornvini sínum Magnúsi Stephensen. Annars sýnir fljótleg athugun, að þessar breytingar á sálmum séra Jóns í Aldamótabókinni svokölluðu eru ekki nálægt því eins róttækar né alvarlegar og ætla mætti, eftir öllu, sem þetta mál kom af stað. En honum mun hafa þótt skáldheiðri sínum freklega misboðið, er hann var sjálfur hvergi að spurður. Telst mér svo til, að af 10 sálm- um hans alls í Aldamótabókinni séu 2 óbreyttir, aðrir 2 lítið eitt og hinir nokkuð. Og þeir þessara sálma, sem teknir hafa verið upp i 2 síðustu sálmabækur þjóðkirkju vorrar, eru þar állir meira og minna með breytingum Magnúsar Stephensen, þeim, er höfundurinn mótmælti kröftulegast á sínum tima. Svo að í þessu efni hefir séra Jón aldrei fengið neina uppreist. Meira að segja „Sumar- kveðjarí', sem tekin var upp í sálmabókina 1886, var nálega öll kveðin upp, og er í þeirri mynd enn í dag í sálmabók vorri. Aðeins tvö vers af 14 eru óbreytt, eins og þau komu frá hendi höfundarins. Er slík meðferð á bókmenntaperlu þjóðskálds alveg óskiljanleg. Hefði verið ánægjulegt að bæta úr þessu á tveggja alda afmæli skálds- ins, þegar tækifærið gafst með útgáfu nýju sálmabókar- innar, en af einhverri ástæðu dróst það úr hömlu. Hér er ekki unnt að gera sálmakveðskap séra Jóns fyllri skil. Og verður að nægja að minnast á þá 5 sálma, sem eftir hann eru í nýju sálmabókinni, teknir þar orð- réttir upp úr þeirri gömlu. Hinn fyrsti þeirra er nr. 256: „Mín sála vakna, og vcerð- um hafna“, sem séra Jón byrjaði raunar svona: „Vakna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.