Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 50

Kirkjuritið - 01.12.1954, Side 50
472 KIRKJURITIÐ í Reykjavík fengu sannarlega enga undanþágu frá því að hlýða settum reglum. Sjálf var hún alin upp við skyldur og alvöru. Hún skipti sér í milli föður og móður. „Bæði voru þau mér jafn kær,“ skrifaði hún eitt sinn í bréfi. Það mun þó hafa verið henni nokkur æskuraun, að móðir hennar undi ekki á íslandi. Hún gekk heil og óskipt að verki, hvar sem störf hennar voru, eða vegur hennar lá. „Og íslandi vil ég vinna allt það gagn, er Guð gefur mér krafta til.“ Það voru hennar orð. Og þannig óskaði hún að námsmeyjar hennar ræktu skyldustörf sín: Heil- huga við vinnu og nám. Glaðar og tillitssamar á skemmti- stundum. — Enn munu minningar lifa um margar góðar og gleðiríkar samverustundir frá síðustu árum, er frú Melsteð stjórnaði Kvennaskóla Reykjavíkur. Hún unni söng, enda skip- aði hann háan sess í skólanum. Ætíð var hún áheyrandi, þegar sungið var saman, og kallaði þá oft til vini og nágranna. Frú Þóra Melsteð varð ógleymanleg þeim, er höfðu við hana náin kynni. Vinátta hennar og tryggð var órjúfanleg. Það var mikil gæfa nýfermdum sveitaungling að komast undir vernd hennar og hollráð. Þær nutu þess allar, sem skildu og fundu, að hún vildi af heilum hug og hjarta vera þeim móðurleg vinkona, sem bar heill þeirra og hamingju fyrir brjósti. Frú Melsteð var lág kona vexti, fríð sýnum og fyrirmannleg. Það fylgdi henni ekki ys og þys. Hún gekk oftast hægum skref- um, með öryggi og traust í hverju spori. Vöxtur vorsins var í starfi hennar. Þar nutu sín bezt mann- kostir hennar. Yfirlætislausir — en kvikuðu ekki frá settu marki. Þannig þekkti ég hana og dáði, og blessa minningu hennar lífs og liðinnar. Sigurlaug Erlendsdóttir, Torfastöðum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.