Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1961, Page 39

Kirkjuritið - 01.04.1961, Page 39
Sigurður M. Pétursson sóknarprestur aö Brei'öabólsta'8 á Skógarströnd MINNING „Dáinn, horfinn, harmafregn hvílík sorg mig dynur yfir, en eg veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn“. ÞaNNIG kvað listaskáldið góða, er það frétti að einn sókn- arprestur á Islandi væri dáinn. Þessi orð komu okkur vinum, stéttarbræðrum og sam- starfsmönnum séra Sigurðar M. Péturssonar í hug er við fréttum að hann væri dáinn. Dauða hans bar svo sviplega að. Hann andaðist hinn 3. okt. 1960. Hann hneig niður ör- endur á tannlækningastofu í Reykjavík, þar sem hann var staddur. Séra Sigurður Marjón Pétursson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur að Tungukoti á Vatnsnesi hinn 20. okt. 1920 og var þannig að verða fullra 40 ára gamall er hann var á braut héðan kallaður. Hann var þannig á bezta aldri, og virtist eiga mikinn starfs- dag fyrir hendi. Foreldrar hans voru hjón- in Pétur Theódór Jónsson frá Stöpum á Vatnsnesi og Kristín Jónsdóttir frá Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa. Hann var af sterkum bænda- ættum, að því að mér er tjáð, í báðar ættir. En að öðru leyti er mér ókunugt um ættir hans.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.