Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 22

Kirkjuritið - 01.01.1962, Page 22
Gunnar Arnason: Pistlar Yfirlýsing Einn þeirra manna, seni lengst liefur setið á alþingi, en nú er seztur í helgan stein ellinnar, hefur ritað æviminningar sín- ar, svo sem nú er nijög í tízku. Þetta er Bernliarð Stefánsson, hankast jóri og fyrrunt bóndi á Þverá í öxnadal. Þótt hann segi enn aðeins sögu sína til 1944, er hók lians mikil að vöxt- um, enda kennir þar niargra grasa. Mest finnst mér til unt niðurstöðuna og verður hún hér ein tilfærð: -------Ég er sjálfsagt enginn trúmaður á kirkjulegan mæli- kvarða. Þegar eg var fermdur, var eg meira að segja farinn að efast um surna trúarlærdómana. Síðar varð eg trúlaus með öllu. Það var tíðarandinn þá. Eg lief þó jafnan borið virðingu fyrir helgisiðum og aldrei komið til hugar að neita neinu í þeim efnum. Afstaða mín var lengi: eg veit ekki, algjör efi. Á síðari árum hef eg oft liugsað urn þessi efni. Virðist mér óhugsandi, að öll tilveran dauð og lifandi, hafi orðið til af tómri tilviljun eða fyrir einhverja blinda þróun. Þvert á móti virðist mér vit og vilji í allri tilverunni. 1 mínu lífi liefur mér lengi fundizt einhver hulinn kraftur halda verndarhendi yfir mér. Margt hefur t. d. komið fyrir mig, sem mér hefur þótt mjög miður, jafnvel lítt bærilegt, þegar það skeði, en eg séð á eftir, að varð mér til hlessunar. Eitt skipti, er eg átti í mestum erfiðleikum ævinnar og lá við örvæntingu, fannst mér hjálp berast, sem ekki var frá mönnum, nema þá óbeinlínis. Niðurstaðan af þessu öllu er sú, að eg efast ekki lengur um tilveru Guðs, þess „mikla og eih'fa anda, sem í öllu og alls staðar býr“. Þess vegna meina eg það, þegar eg nú að lokum hið landi og þjóð GníSs blessunar um alla framtíð.----

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.