Kirkjuritið - 01.09.1976, Page 67
KRISTJÁN BÚASON, dócent:
Líkingamál í Nýja testamentinu
Sýnoduserindi flutt í Ríkisútvarpið 1. júlí 1976.
^argt af því, sem okkur er minnis-
sfæðast úr Guðspjöllunum, er dæmi-
sögur Jesú og líkingar. Þar á meðal
01 á nefna dæmisögurnar (Parabel) um
Týnda soninn (Lúk. 15:11—32), Týnda
sauðinn (Matt. 18:12—14, Lúk. 15:2—
og Miskunnsama Samverjann (Lúk.
10:3o—37), eða líkinguna (Gleichnis)
uni Mustarðskornið (Mark. 4:30—32).
heyrum við iðulega í daglegu tali
V|tnað í myndorð (Bildwort) Jesú eins
°9 ,,Ekki þurfa heilbrigðir læknis við,
heldur þeir, sem sjúkir eru“ (Matt.
9:12), eða samlíkingu (Vergleich) eins
°9 orðin ,,Sjá ég sendi yður eins og
lörnb á meðal úlfa“ (Lúk. 10:3), eða
^ingarorðið (Metaphor) um flísina og
jálkann í auganu (Matt. 7:3).
Flest af þessu myndamáli virðist
au9ljóst, en ekki allt. Enda þótt mynd-
lrnar eða frásögurnar virðist auðskild-
ar út af fyrir sig, þá getur verið erfitt
a® finna, við hvað myndinni eða sög-
Unni hefur verið líkt, þar sem ekki er
T af greint frá því. Af samhenginu
ðuðspjöllunum má ráða, hvernig guð-
sPjallamennirnir skildu dæmin, en
estu máli skiptir, hvernig þau voru
upphaflega notuð af Jesú og hvað
þau merktu þá. Til þess að fá svar
við þessum spurningum þá þurfum við
að gera okkur grein fyrir því, hvernig
líkingamál almennt er notað svo og
hvernig myndirnar eru notaðar í um-
hverfi Jesú, þ. e. biblíu hans, Gamla
testamentinu, Síðgyðingdómnum og í
hinu hellenistísk-gríska umhverfi, en
Nýja testamentið er skrifað af grísku-
mælandi mönnum. Á tímum Jesú voru
í Palestínu samfélög, sem mæltu á
hebreska, arameiska og gríska tungu.
Víkjum þá fyrst að almennri notkun
líkingamáls. Líkingamál er algengt í
öllum tungumálum. í daglegu tali okk-
ar íslendinga notum við hvers konar
líkingamál. Sumt er ónákvæmt og
stirðnað í orðatiltækjum eins og til
dæmis, þegar menn tala um, að þeim
hafi orðið á í messunni, þegar þeim
misfórust hendur í ákveðnu verki, eða
þegar menn tala um, að einhverju hafi
slegið niður í hug þeirra við ákveðnar
kringumstæður, undirskilið er þá
„eins og eldingu". Annað iíkingamál
er iifandi og notað til þess að skýra
ákveðið málefni, sem er til umræðu,
225
L