Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 5

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 5
I GATTUM Margt er líkt um kristinlíf norðurlandaþjóðanna allra. Engum mun koma á óvarí, þótt tíðindi af norrænum biskupafundi beri þessa nokkurn keim. Þó hafa íslendingar sérstöðu. Þeir eru að sönnu allra manna trúræknastir, en trúrækni er ekki ætíð hið sama og kristinndómur. Hér á landi hefur trúrækni manna öðrum þræði beinzt í þann farveg, sem lítt er kunnur með öðrum kristn- um þjóðum. Sú saga er ekki gömul. Varla eldri en frá aldamótum. Mikla hreysti þarf til að halda því fram, að kirkjulíf sé blómlegra á íslandi en annars staðar vegna þessa. Því fer svo víðs fjarri. Sá sem heldur því fram, þekkir lítt til annars staðar á Norður- löndum. Kirkjufólk á öllum Norðurlöndum mun raunar hafa þungar áhyggjur af fráhvarfi yngri kynslóða. Og ekki er því að neita, að hér á landi verður vart einkenna, sem virðast fyrirboði þess, sem þegar er orðið annars síaðar. Þannig virðist t. d. hjónavígslum fækka ótrúlega ört um sinn. Hér er þörf viðbragða. Barátta er háð, og þá er nauðsyn að her- væðast sem bezt. Ekki er víst, að þjóðkirkja þyki ávallt sjálfsögð. Tillögur um breytta starfshætti og ýmsa skipan kirkjumála eru vissulega nauðsyn. Brýnast er þó enn sem fyrr, að kristnir menn muni, hverjir þeir eru: Ljós heims og salt jarðar. Varla skortir nokkuð svo sárlega á íslandi sem vandaða kristna fræðslu og kristið uppeldi. Með kveðjum til lesenda. G. Ól. Ól. 3

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.