Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 7

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 7
Norræna biskupaþingifi á Islandi 3.- 6. ágúst 1976 Hólabiskupar voru líklega 32, Skál- holtsbiskupar 43, og þættu eflaust háðir flokkar tilkomumiklir, ef saman vseru komnir. Engar sögur fara af því, að margir biskupar væru uppi á ís- tandi f senn, utan hvað þess getur ' fornum bókum, að komið hafi út hingað biskupar af öðrum löndum um daga ísleifs biskups og orðið vinsælir við vonda menn. í sumar sem leið bar hins vegar svo til, að 35 norrænir hiskupar, lútherskir, komu saman í ^eykjavík til að þinga um kirkjumál. Er varla ofsagt, að slíkt megi til tið- inda telja. Langt þótti til erkipiskupa að sækja af íslandi forðum, en tveir ' þessum flokki báru erkibiskupstign. ^ð öðru leyti yrði of langt mál að te|ja fram frægðarorð hvers um sig, en 'jóst mátti vera, að þar var nokkurt mannval saman komið. Þótt Kirkjuritið sé ekki og geti vart °rðið fréttarit í neinni líkingu við dag- þ!öð eða önnur fréttablöð, hlýtur það að geta þessa biskupafundar, og skipt- ir ekki máli, þótt nokkuð sé um liðið, frá því hann stóð. Biskup íslands, dr. Sigurbjörn Einarsson, var í forsæti á fundinum, og féllst hann góðfúslega á að segja nokkuð frá honum, til- drögum hans og störfum, enda þótt slíkir biskupafundir séu í raun ekki opinber þing. Fer frásögn biskups hér á eftir: — Biskupar Norðurlanda hafa um langt skeið haft með sér fundi á nokk- urra ára fresti til þess að ræða sam- eiginleg mál. Fyrsti fundurinn af því tagi var haldinn í Kulla Gunnarstorp á Skáni í júlí 1920. Hann var allfjöl- sóttur en ekki gat biskup íslands komið því við að sækja hann. Ákveðið var, að næsti norræni biskupafundur yrði í Noregi að þremur árum liðnum. Það fórst fyrir. Næsti fundur var í Vedbygaard í Danmörku í september 1924 og nú var biskup fslands, dr. Jón Helgason, meðal þátttakenda. 5

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.