Kirkjuritið - 01.04.1977, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.04.1977, Qupperneq 10
herra og borgarstjórans í Reykjavík, en fundinum lauk svo með messu í Skálholtskirkju og sameiginlegu borð- haldi í skólanum þar. Erilsamt var að sjálfsögðu á meðan þingið stóð og létti mér þó mikið, þegar það var hafið, því áhyggja og erfiði var verulegt við undirbúninginn. Fundir voru haldnir í hátíðasal Há- skóla íslands, og var aðstaða þar öll ágæt. Fyrsta daginn kynntum við hver öðrum vandamál líðandi stundar. Þau eru nokkuð áþekk í öllum löndunum. Biskup fjölyrðir ekki um þau frekar, en lætur í té eftirrit dagbókar um það efni. Ber þar margt á góma. Þar mælir fyrstur danski biskupinn Höjrup og ræðir um, að prestahörgull sé nú lítill orðinn í Danmörku. Hann lýsir ugg sínum vegna þess, að átök harðna milli guðfræðinga, er aðhyllast félags- guðfræðina (en socioteologisk riktn- ing) og þeirra, er vilja halda fast við játningar og Ritninguna (en mera konfessionell eller íundamentalistisk ritning). Ný skólalöggjöf virðist muni leiða til þess, að hin gömlu tengsl kirkju og skóla rofni að mestu eða að fullu. Skírðum börnum fækkar nú sífellt í Danmörku, og eru menn ekki á eitt sáttir um til hvers muni leiða. Finnski biskupinn Vikström ræðir um vaxandi heimshyggju og ásókn samfélagsins, er keppir að forsjá þegnanna frá vöggu til grafar. Um- ræður um skilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi í Finnlandi, þótt ekki séu horíur á að skilnaður verði. Hins vegar eru horfur á, að staða kirkjunn- ar breytist verulega og stjórn hennar og sitthvað fleira er í gagngerri endur- skoðun, þar á meðal menntun presta. Biskup islands drepur þar íyrst á þær tröllauknu breytingar, sem orðið hafa í íslenzku þjóðlífi þessa öld. Hann kveður frjálslyndu guðfræðina svo- nefndu, sem verið hafi svar við gjör- breyttum lífsskilningi um aldamót, hafa orðið lífseiga, drepur á samruna frjáis- lyndu guðfræðinnar og spíritismans, en segir stefnur þær aldrei hafa orð- ið allsráðandi á íslandi. Telur hann spiritismann nú eiga í vök að verjast í íslenzkri kirkju og nefnir samþykkt prestastefnu 1975 því til stuðnings, því að þar hafi kröftug áherzla verið á það lögð, að sá Kristur, er Biblían boðar, sé hinn eini vegur, sannleikur- inn og lífið. Þá nefnir biskup tilurð Kristinsjóðs og aukin fjárráð kirkju, er fengizt hafi með honum, ný prestsembætti, sem stofnuð hafi verið vegna þarfar á sér- hæfingu, ofvöxt saínaða í Reykjavík og grennd, erfiðleika á byggingu krikna, nýju skólalöggjöfina frá árinu 1973, og telur hann hlut kristinnar fræðslu hafa batnað með henni. Síð- ast nefnir hann vígslu fyrstu konunnar til prestsembættis á íslandi, og segir þann atburð ekki hafa valdið ágrein- ingi. Hille, biskup frá Noregi, tekur næst- ur til máls, og virðist af orðum hans margt líkt með kristnilífi Norðmanna og Finna. Hann telur vaxandi afkristn- un geigvænlegt vandamál á öllum Norðurlöndum. Af því leiðir að hans dómi, að kirkjan er ekki þjóðkirkja ein- ungis, heldur er hún knúin til meiri sjálfsvitundar og til játningar. Þau tíð- 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.