Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 22

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 22
í átt glötunar, og að Jesús kunni að hafa dáið til einskis fyrir það. Þá hverfur hégómlegur gervikær- leikurinn. Þá er sem Jesús sjálfur standi milli hans og safnaðarins. Og þá getur prédikarinn sagt, eða a. m. k. hugsað þessi orð: ,,Kæru vinir í Kristi." Þá þarf hann ekki lengur að segja eða hugsa: ,,Kæru áheyrendur, sem ég elska í holdinu.“ En aðeins sá, sem reynt hefur að elska aðra manneskju í Jesú Kristi og leyfa honum að hreinsa og skíra kær- leika sinn, þekkir þá gleði og þann kraft, sem slíkum sinnaskiptum fylgir. Aðeins einfeldningar, sem hafa ekki hugmynd um hvers virði Jesús er okkur, geta látið sér detta í hug að við, kristnir menn, séum fólk, sem alltaf þurfi að vera að neita sér um hlutina og ,,megi ekki“ þetta og hitt, meðan aðrir aftur á móti fái notið lífs- ins áhyggjulausir. 0, að þeir bara vissu! Það grunar engan hvað það er að lifa, sem ekki hefur kynnst Jesú. Þá kemur í Ijós, að friður við Guð er ekki fólginn í því að standa í stað og láta sér leiðast, held- ur nokkuð stórkostlega gleðilegt og hrífandi. Því að hver myndi ekki verða feginn að heyra, að hið dýrmæta og dásamlega í lífinu, fólkið sem við elsk- um, unaður náttúrunnar og fegurð og nautn listanna, þarf ekki lengur að stía okkur í burtu frá Guði, vegna þess að hjarta okkar er nú eign hans, sem er fegurri en fjöll og skógar og sætari en nokkur þokkadís! Líklega er enginn sálmur betur til fallinn að lýsa þeim töfrandi andblæ, sem Jesús flytur með sér inn í líf okkar, en vers hins ókunna höfundar: ,,Sæti Jesú ... “ Að endingu þetta: Hvernig eigum við að halda reikning yfir kostnaðinn? Eigum við í raun og veru að áætla, hvað fyrirtækið kristinn dómur muni kosta okkur, líkt og maður, sem ætlar að reisa turn, eða konungur, sem ætlar í stríð? Líklega er þegar Ijóst orðið, að þessari spurningu verður ekki svarað aðeins með já eða nei. Á hitt skal bent, að sá, sem kann að vera að velta því fyrir sér, hvort hann eigi að taka Jesú alvarlega og hvort hann eigi að gera hann að leiðtoga lífs síns, sá maður ætti í eitt skipti og óhikað að varpa allri spákaupmennsku fyrir róða. Því að enn hefur hann ekki minnstu hugmynd um, hversu mikið hann mun af Jesú þiggja og hvílík hamingja það er að eiga frið við Guð og frið í eigin hjarta. Áður en menn gera kostnaðaráætlun, þurfa þeir að vita um þá liði, sem máli skipta. En í þessu tilfelli er ómögulegt að vita þá fyrirfram. Jesús er enginn braskari, sem lofar og auglýsir sína vöru. Við öðlumst það, sem hann hefur að bjóða, því aðeins við séum fús að taka áhætt- una. Og því lengur, sem við erum með honum, því auðugri verðum við af rík- dómi hans. Aftur á móti þýðir ekki heldur að hliðra sér hjá þessum útreikningi á kostnaðinum. Öll viljum við gjarnan eiga einhvers konar frið. Og oft óskum við okkur rólegrar samvisku. Hve oft segja ekki bæði guðleysingjar og trú- hneigðir menn við okkur: ,,Ég öfunda þig af trú þinni. Þú hefur ekki af áhyggjum mínum og vandamálum að segja. Þið eigið himnaföðurinn að, sem hugsar fyrir ykkur. Eða a. m. k. 20

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.