Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 43

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 43
°9 ritum stofnandans sé lítt á loft haldið af Varðturnsmönnum í seinni tíð. Kjarninn í boðskap Rutherfords er sa, að jarðneskt sæluríki muni innan skamms koma. Þá muni Vottar Jehova r'kja á jörðinni. Bardagi á himni Skýring Rutherfords á því, að ríki Jehóva hófst ekki 1914, var sú, að viðhorfið hefði breyzt: Árið 1914 varð ardagi á himni milli Krists og engla ans annars vegar og djöfulsins hins vegar. Þeirri viðureign lyktaði með því, a Kristur varpaði djöflinum ofan á Jorðina, en settist sjálfur í hásæti á IIT|ni. En 1918 hófst „hreinsun must- erisins“, þVj ag þá korp Kristur í ^rnusterið'1 þ. e. a. s. til sinna manna, otta Jehóva. Síðan stýrir Jehóva Parsónulega starfsemi Vottanna. þrátt fyrir það þótt Rutherford þætti VlSsara að gæta nokkurrar varúðar í Vl að ársetja spádóma sína, þegar ,Ver sPásögnin af annarri hafði reynzt a|dlaus, fullyrti hann þó, að Para- Q|sarsælan væri rétt að koma. „Milljón- lr núlifandi manna munu aldrei deyja“, Var eitt af slagorðum hans (sbr. bók ans, „Harpa Guðs“, sem margir hér a andi hafa glapizt á að kaupa). Það ^ u því vonbrigði fylgjendum hans, ^ar áann dó árið 1942, eins og annað dauðlegt fólk. Auðugt félag Bftirmaður hans í „Varðturni" var Nafan Knorr. Vottar Jehóva hafa mikil fjárráð, sem stafar einkum af ótrúlegum dugn- aði þeirra í því að selja rit sín um allar jarðir. Höfuðstöðvar þeirra eru í New York. í Kaliforníu eiga þeir höll, sem þeir kalla Beth-Sarim, „Hús höfðingj- anna“. Þar býr forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans. Þar eru vel bún- ar íbúðir handa Davíð konungi, Abra- ham, isak og Jakob, sem þeir eiga að fá til afnota, þegar þeir koma til jarðar sýnilegir. Flokkurinn á sína eigin út- varpsstöð, er sendir áróður út um heiminn á mörgum tungumálum. MeSlimir Meðlimir flokksins skiptast í tvennt: Þá, sem vinna fyrir flokkinn jafnhliða venjulegum atvinnustörfum, og hina, sem verja öllum tíma sínum til starf- semi á vegum flokksins. Hinir fyrr töldu (nefndir „publishers" í Ameríku) þurfa að „vitna“ a. m. k. 60 stundir á mánuði, þ. e. að ganga um götur eða fara í hús til þess að selja rit félags- ins. Verða þeir að gera yfirmönnum sínum nákvæma grein fyrir þessum störfum sinum. Hinir síðar töldu („pioneers") eru fastráðnir og launað- ir starfsmenn. Kenningar Mest snúast kenningar þessa trúflokks um þaö, hvað heimsbyggðin muni eiga í vændum. Og það, sem einkum skýr- skotar til auðtrúa fólks, er svæsin gagnrýni þeirra á mannfélagi og trúar- brögðum og fyrirheitin um jarðneskt sæluríki sem í vændum sé. „Orrustan við Harmageddon" er framundan. Harmageddon þýðir Megiddo-fjall, en 41

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.