Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 48
ur er hann allt í öllu. Hann er lífið,
sem var Ijós mannanna, hið eina
alskæra Ijós. “í hinum fyrsta söfnuði
var nálægð Krists mönnum lifandi
vissa og kraftur. Hann var þeim ekki
dáinn. Hann var upprisinn, hann var
stiginn upp til dýrðar. Og þó var hann
þeim nálægur."
Hér er allur hversdagur á burtu.
Vottur Krists gengur fram, svo brenn-
andi í andanum, að ekkert skiptir máli
nema lífslindin sjálf, sem aldrei þverr.
Það virðist vera dýrðarsöngurinn úr
frumkristni, glorían, sem tendrar þetta
mikla bál. Enginn skal vera í óvissu
um neitt. Hinn lærði guðfræðingur og
snjalli ræðumaður beitir sér til hins
ýtrasta og veit, að Heilagur andi fylgir
orðinu eftir: ,,Þú ert Drottinn Jesús
Kristur, Guði föður til dýrðar.“
Svo sönn og mikil predikun, að það
er daufur maður, sem nemur ekki
hjartaslögin handan orðanna.
Tvær ræður eru í bókinni frá árinu
1936, frá öðrum jóladegi og sunnudegi
milli nýárs og þrettánda. Það kann
að vera tilfinning ein, og þó varla,
en svo virðist sem málfar allt sé feg-
urra, fágaðra og með meiri reisn í jóla
predikuninni en öðrum predikunum,
sem hér er getið. Þar virðist nostrað
við hvert orð og orðaskipan. Og úr
verður listaverk á íslenzka tungu. Um
það er ekki að villast.
En búningurinn hæfir og efninu. Að
vísu er ekki svo mjög fjallað um text-
ann, sem þessu sinni er frásögn Post-
ulasögunnar af píslavætti Stefáns
frumvotts, heidur kristnar trúarhetjur
fyrr og síðar, íslenzkar og erlendar,
og byrjað í jökulgljúfri austur í Ör-
æfum. Sálmafræðingum verður það að
vonum hugleikið, að þeir sungu Kristi
lof í hættunni og dauðanum, hans
menn. Og síðust verða þessi orð-
„Biðjum, að vér fáum horft á hann 1
allri vorri baráttu. Horft á hann ung
og horft á hann gömul. Horft á hann
fyrst og s/'ðasf."
Og þá er það ræðan um Jósef. Hún
er öll hversdagslegri. Einhverjum kynm
að þykja langsótt að ræða um hinn
hljóða mann, þegar textinn segir fr&
barnamorðum Heródesar og Þvl’
hversu lífi lausnarans var borgið-
Hvað um það? Jósef á sess í þeirh
miklu sögu Drottins. Og það er vitut
maður, sem margt hefur lifað, sem eýs
af brunni sínum. Hann þekkir menn og
talar mannlega. Margt er þar fagur1
sagt. Ræðan er öll siðræn, fjallar um
breytni kristins manns. Hún er rétt'
mæt, en flytur fagnaðarerindi af skorn-
um skammti. Hún kynni þó að vera
forvitnileg þeim, sem væru forvitnir
um líf og hugsun síra Þorsteins.
Yngstar predikanir í bókinni eru fr0
árinu 1944. Skal nú að lokum gela
tveggja þeirra. í predikun á öðrun1
sunnudegi í aðventu er tekið tilefni al
fíkjutrénu í 21. kafla Lúkasar og ræ11
um frelsið, lausnina undan valdi hins
illa. Það er örðugt efni, undir lok eir>'
hverrar hörmulegustu og mannskæð'
ustu styrjaldar, sem geisað hefur un1
jörð. En orðinu trúr segir predikarina
þann einn sannleika, er segja ber:
Jesús Kristur mun binda endi á veld'
hins illa. Hann hefur heitið því,
„ og orð hans munu ekki undir lol<
líða.“ Og iokaorð eru þessi: ,,OsS
mundi hvorki líkamlega né andlega l|ft
hér á jörðu, ef ekki væri vísdómur 1
hinum dimmu skýjum. Ský geta byrg1
46