Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 50

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 50
þessa — og raunar allar predikanir síra Þorsteins. Öld þessi kann að vera fátæk að góðum predikurum, fátæk að trú og guðfræði, en sé hér ekki einn, sem hefur ávaxtað pund sitt fyrir náð Guðs, þá verða trúlega aðrir léttvægir fundnir. Smábók einni skolaði upp með bóka- flóðinu svonefnda á síðasta ári, skáld- sögu eftir Bjarna Eyjólfsson, ritstjóra, sem dáinn er íyrir fáum árum. Ekki lætur bókin mikið yfir sér fremur en höfundurinn gerði, enda hafa ekki ver- ið ritaðir um hana langhundar. Þess var ekki að vænta. Það er ekkl laun- ungarmál, að sagan þessi er bernsku- og æskusaga Bjarna sjálfs, einkum þó saga trúarbaráttu hans og köllun- ar, sögð af látleysi og einlægri alvöru en enginn hernaður er þar rekinn gegn öðrum mönnum. Um margt er bókin sérstæð og hlýt- ur enda að verða dýrgripur, þegar fram líða stundir. Hún er rituð á norsku nokkru fyrir 1950. Tilgangur höfundarins var efalaust tvíþættur: í fyrsta lagi vildi hann bera lausnara sínum vitni. í öðru lagi vildi hann freista þess að afla fjár til kristniboðs þar, sem kaupenda var helzt að vænta. Þá stóð svo á hér heima, að miklir örðugleikar voru á að fá gjaldeyri til reksturs kristniboðsins. Þá er hér og um að ræða óvenjulega heimild um mann, sem var áhrifamestur leiðtogi Bókin öll er vönduð, þótt slæmat prentvillur finnist að vísu. Síra Jón Einarsson hefur verið umsjónarmaður útgáfunnar, og er honum sómi að. G. Öl. Ól. eftir Bjarna Eyjólfsson trúaðra leikmanna á íslandi um ára- bil. Hann var ritstjóri kristniboðsblaðs- ins Bjarma um áratugi og hafði því ritað meira um kristniboð en flestif aðrir. Jafnframt var hann formaður Kristniboðssambands íslands oð KFUM um árabil. Vegna hlédrægni sinnar varð hann þó aldrei kunnur maður utan hinnar kristnu leikmanna- hreyfingar. Benedikt Arnkelsson, samverkamað- ur Bjarna, hefur íslenzkað bókina oQ gert það af vandvirkni, eins og vænta mátti. Árni Sigurjónsson, formaður KFUM, ritar formálsorð af þeim hlý' hug, sem einungis svo nánum manru er gefinn. Þeir Bjarni voru fóstur' bræður og samherjar frá æsku o9 bjuggu saman tveir einir síðustu ár Bjarna. Prentsmiðjan Leiftur gefur bók- ina út og á þakkir skyldar fyrir. Að öðru leyti skal ekki fjölyrða um bókina né efni hennar. En hollari lesU' ing handa ungu fólki eða öðrum, sem eiga við trúarleg vandamál að stríð^ eða glíma við gátur Ritningarinnar. mun vandfundin. G. Ól. Ól- Ur djúpi reis dagur 48

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.