Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 52

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 52
an að öðru heimsþingi Lúthersku heimssamtakanna í Kaupmannahöfn frá lokum júní fram í byrjun júlí 1929. Vinir gyðingatrúboðsins komu þá saman á hópfund, þar sem Johnson hélt aðalræðuna. Hann greindi frá kristnu hreyfingunni meðal Gyðinga í Búdapest, er leitt hafði til stofnunar Samtaka kristinna Gyðinga. Um þetta ritaði kristniboðsstjórinn í Leipzigfé- laginu, dr. von Harling, í blaðið „Friede uber israel“: „Við fögnuðum ágætri þátttöku á sérfundi okkar í Hamborg um útbreiðslu fagnaðarerindisins með- al Gyðinga. Hin áhrifamiklu orð Johnsons orkuðu mjög á okkur. Þau báru vott um heilbrigðan, lútherskan skilning á kristniboðsverkefni okkar og um mikinn persónuleika.“ Hermaður með hlýtt hjarta Þingið í Nurnberg 27. febrúar til 1. marz var að ýmsu leyti ólíkt þinginu í Hamborg. Það snerist eingöngu um kristniboð meðal Gyðinga. Langflestir þátttakendur voru frá Þýzkalandi. Gísli Johnson var í hópi fárra útlendinga Hann flutti fyrirlestur um spurninguna: ,,Hvað varðar mestu í kristniboði meðal Gyðinga?" I frásögn dr. von Harlings í tíma- ritinu „Saat und Hoffnung" segir svo: „Í erindinu sneri hann sér umsvifalaust að baráttunni og átökunum um sálir Gyðinga. Enginn hefði getað lýst þessu betur en hinn reyndi stríðs- maður. Hjarta hans svellur af kær- leika. Hann er óhræddur og óhagg- anlegur í sannleiksást sinni, og hann 50 hlífir ekki því, sem er svikult í kristni- boðinu." Erindi hans var síðar prent- að í nefndu tímariti. Meðal Gyðinga í Búdapest Það liðu meira en tvö og hálft ár frá þinginu í Nurnberg, þangað til ég hitti hann aftur. Á þessum tíma skiptumst við hins vegar á mörgum bréfum. Hann gaf líka út mörg smárit á þýzku, oQ hann sendi mér þau, jafnóðum og þau komu út. Strax eftir að við hittumst í Hamborg í fyrsta sinn, bauð hann mér til Búdapest. Ég hafði ekki tök á að fara þangað fyrr en árið 1931. Þá fyrst gafst mér tækifæri til að kynnast starfsakri hans. Hann átti heima 1 Gyarmat-Utca, í húsi, sem tilheyrir enn þá norska kristniboðinu, og kap' ellan, sem byggð var áföst við húsið, var þar þá þegar komin upp. í litskreyttum pésa um Búdapest frá árinu 1928 eru íbúarnir taldir vera 960.000 talsins, þar af 60% kaþólskir, 15% evangeliskir og 23% Gyðingaf- i engri þýzkri borg voru svo margir Gyðingar, ekki heldur í Vín, og þein sem voru þessum málum ókunnugir’ urðu undrandi, þegar þeir heyrðu þetta. Svo var einnig um mig. „Félag Gyðinga, sem trúa á Krist“ Það var þó annað, sem meiri ástaeða var til að furða sig á. Það var tilvera Félags Gyðinga, sem trúðu á Krist- Var það stofnað árið, sem Johnsot1 J

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.