Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 56

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 56
„Norska kristniboðið hefur fundið eitt blómlegasta starfssvæði sitt í Búdapest. Á skömmum tíma hefur starfið þar eflzt undir frábærri forystu séra Gísla Johnsons, sem áður var kristniboði í Galatz. í nýkeyptu, fall- egu húsi kristniboðsins, þar sem nú á að þyggja kapellu, eru haldnar sam- komur fyrir skírða Gyðinga, sem á að þroska og styrkja í trúnni, Gyðinga, sem fræddir verða um trúarefni bæði með fyrirlestrum og ræðum, og auk þess fer þar fram sameiginlegt kristið trúboð fyrir Gyðinga og kristna menn, svo og sameiginlegar samkomur fyrir evangeliska andlegrar stéttarmenn og trúfræðikennara til vakningar og til að styrkja trúarlífið og skilninginn á kristniboði. Norska kristniboðið virðist hér ætla að taka við arfinum af gamla, skozka kristniboðinu, þ. e. að verða upphaf og miðstöð hins andlega lífs í ung- versku kirkjunni. Við ættum að líta til þessa starfs með gleði og eftirvænt- ingu. Þreyta og þunglyndi Hinir miklu guðfræSingar miðalda sögðu, að hálfkristni leiddi ætið til hryggðar (acedia). Þeir töldu, að þegar við værum þunglynd, stafaði það af þessum tviverungi í hjartanu. Aðeins þeir, sem heilir eru og óskiptir í afstöðu sinni, fá notið gleði og hamingju. Þeir einir hafa nefnilega skýrt mark fyrir augum. Þeir eiga sér enda frelsara, sem gefst þeim allur og óskiptur. Þeim, sem óskar aðeins eftir svolitlu af Guði, verður hann hömlur, haft, sársauki. En sá, sem óskar eftir Guði af öllu hjarta, kemst að raun um, að Guð einn er upp- spretta kraftarins, sem gefur manninum frelsi og dug. Hann fær að reyna, að fyigdin við Guð fær manninum mestrar gleði undir sólunni, vegna þess að hann leysir líf mannsins frá öllu því, sem freistar, glepur og kvelur hina hálf- volgu, já, hrekur þá til og frá. Ef nokkur er sá, sem berst við drunga og deyfð, þreytu og þunglyndi, þá spyrji hann sjálfan sig, hvort ástæðan kunni ekki að vera tvíátta hugur, skipt hjarta. Sjá bls. 12. Dæmisagan um kostnaðinn. 54

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.