Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 60

Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 60
C. H. DODD: Höfundur kristindómsins (The Founder of Christianity, Collins, Fontana Books 1972) Sr. Gunnar Björnsson sneri á íslensku 3. kafli Maðurinn Ég sagði hér að framan, að orð Jesú og ummæli bæru það með sér að vera ekki smíð margra ólíkra manna, heldur einstaklings. Til þess að ganga úr skugga um þetta, mætti ef til vill spyrja: Er hægt að lýsa einkennum persónuleikans, sem þessi orð spegla? „Stíllinn er maðurinn" er stundum sagt. Hvað um stílinn á kenningu Jesú, eins og hana er að finna í guðspjöll- unum? Unginn úr henni er í stuttum og hnittnum setningum, stingandi og nærgöngulum á stundum, oft torræð- um, hlöðnum þverstæðum og gæddum skopi. Allt ber orðasafnið, sem geymir kenningu Jesú, með sér mark, sem ekki er auðvelt að villast á, þótt farið hafi um margra hendur. Örðugt er að ímynda sér, að það sé listileg upp- suða frumkristinna kennara. Frumleg- ur og upprunalegur svipur leynir sér ekki. Hann ber vitni um persónu, sem er snör í hugsun og beinskeytt oQ hittir naglann á höfuðið vafningalaust. Langir kaflar eru prýddir sérkenni- legri hrynjandi, sem ekki fer forgörð- um, þótt þeir hafi verið þýddir tvisvar: fyrst úr arameísku á grísku og síðan úr grísku á íslensku. Stundum virð- ist grískan aðeins þunn skel utan á kjarna, sem fellur fullkomlega inn í bragarhætti hebreskrar og arameískrar Ijóðlistar. Oftar er þó hrynjandin næsta frjálsleg, en gædd aðdáanlegn jafnvægi og hugsunin rímar. Lítum á eftirfarandi dæmi, sem hjá Matteusi og Lúkasi er ögn mismunandi að orða- lagi, þótt ekki verði villst á rmynstr- inu: „Verið ekki áhyggjufullir um lífið, hvað þér eigið að eta eða hvað þér eigið að drekka, ekki heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.