Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 62

Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 62
„Dæmisögurnar", í víðustu merkingu orðsins, byggja á auðugum sjóði mjög nákvæmra athugana. Höfundurinn hef- ur næmt auga fyrir hegðun mannanna, þó fullur samúðar og væmnislaust, stundum enda glettinn. Hann tekur eftir innbornum dyggðum þeirra (ást föður á ónytjungnum, syni sínum, um- hyggja smalans fyrir fénu), en ekki síður misjöfnum hvötum, sem liggja til grundvallar gerðum þeirra. Maður einn fór ofan um miðja nótt til þess að leysa úr vandræðum granna síns — en aðeins af þeirri ástæðu, að þrá- beiðni mannsins var að verða honum með öllu óbærileg! Öheiðarlegur ráðs- maður, sem sagt hefur verið upp starfi, tryggir afkomu sína með vafa- sömum aðgerðum, að ekki sé meira sagt. Sjálfsagt mesti þrjótur, en hví- líkt dæmi um ráðsnilld á raunastund! í síðastnefnda dæminu fer skopið varla fram hjá neinum. Og háð og spé er víðar að finna en í Ijós kemur við lauslegan lestur. Stundum eru djúp- rætt sannindi flutt niður á svið hins hversdagslega. ,,Þegar þér er boðið af einhverjum til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti, til þess að ekki fari svo, ef maður fremri þér að virð- ingu skyldi vera boðinn af honum, að sá komi, sem bauð þér og honum, og segi við þig: Gef þú þessum manni rúm, og verðir þú þá með kinnroða að taka hið ysta sæti.“ 7) Fljótt á litið heilræði um hegðun í samkvæmi, var- úðarregla til að firra vandræðum. Sjálfsagt hafa ýmsir áheyrendur skilið það svo. En við nánari umhugsun kann að hafa runnið upp fyrir þeim, að hér var fleira á ferð. ,,Hver, sem upphefur sjálfan sig, mun niðurlægður verða.“ Þessari lexíu kann að hafa verið bætt við af höfundi guðspjallsins (hún kem- ur víðar fyrir); en þar með var les- andanum komið á sporið, þótt hins vegar væri ekki úr vegi fyrir hann að kafa enn dýpra niður í ummælin. Jesú hefði verið trúandi til þess að láta mönnum það eftir sjálfum að kom- ast að merkingu orða hans. Eða svo annað dæmi sé tekið: ,,Vertu skjótur til sætta við mótstöðumann þinn, með- an þú ert enn á veginum með honum> svo að mótstöðumaðurinn selji þið eigi dómaranum í hendur, og dómar- inn selji þig þjóninum í hendur og þér verði varpað í fangelsi." 8) Augljóslega heillaráð, og segir sig næstum sjálft. sérstaklega ef þú ert ekki of viss um ágæti réttarfars lands þíns — og Þ° var þetta ekki aðeins hagnýt ráðlegg- ing. Hér er engum ,,móral“ bætt við, en í Ijósi kenningar Jesú í heild (svo hér sé hlaupið fram fyrir sig) er ekki erfitt að sjá, að hann varðar og snertir eitt af þeim stefjum, sem sífellt koma aftur og aftur — þ. e. að fólkið, sem hann talaði til var í aðstæðum, þar sem reið á aðtaka ákvörðun og það strax, því að að hika var sama og tapa. Þegar allt kemur til alls, snerta þessi ummæli eilíft viðfangsefni mann- legra örlaga, en þess verður ekki var* í fljótu bragði. Niðurstaðan verður sú, að þannig sé lífinu varið, allt frá hinu neðsta til hins efsta. Grundvallarregl' ur mannlegra athafna — líkt og nátt- úrufyrirbærin — falla inn í alheimS' reglu, sem Skaparinn hefur komið á, og þeir geta þekkt og skilið, sem auga hafa að sjá og eyru að heyra. Engar kringumstæður daglegs lífs eru svo lítilfjörlegar eða venjulegar, að þær 60

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.