Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 64

Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 64
ur æðsta prestinum.“12) En heimildir vorar beina þó einkum athygli að sam- bandi hans við fólk, sem var úrkast mannfélagsins. Honum var sem sé lagt það til lasts, að hann væri „vinur toll- heimtumanna og syndara.“K!) Öbragðið af orðinu „tollheimtumað- ur“ á rót sína í sérstökum aðstæðum samtímans. Rómversk stjórnvöld inn- heimtu óbeinna skatta og tolla með aðferð, sem hætt var við að væri mis- notuð. Hún var í því fólgin, að réttur- inn til innheimtu var seldur mönnum sem hið gróðvænlegasta fyrirtæki (gríska orðið þýðir í rauninn „toll- kaupandi"). Þessa innheimtu varð að inna af hendi, og sjálfsagt hefði mátt gjöra það á heiðarlegan hátt, en svo virðist, sem óvandaðir menn hafi valist til starfans, og varð hann illræmdur af. Meðal Grikkja var „tollheimtu- maður" skammaryrði. í Palestínu voru skattarnir tekjur fyrirlitinnar, erlendrar stjórnar eða innlendra stjórnenda, sem voru taglhnýtingar hennar. Tollheimtu- menn voru því í augum þjóðernis- sinna engu betri en hverjir aðrir land- ráðamenn, en auk þess var náið sam- band þeirra við ,,óhreina“ heiðingja afbrot í augum guðrækinna, ofstækis- fullra Gyðinga. Þeim var því meinaður félagsskapur við heiðvirða menn. Þetta skýrir þá undrun og andúð, sem Jesús mætti, er hann umgekkst tollheimtu- menn. Og þessir vafasömu náungar hafa bersýnilega kunnað betur að meta félagsskap hans en andstæðinga hans. Nú gæti legið nærri að misskilja þetta sem einskært félagslyndi. En þar með er auðvitað ekki nema hálf sagan sögð. Þegar Jesú var legið á hálsi fyrir að vera í vondum félags- skap, svaraði hann fyrir sig með nöpru háði: „Heilbrigðir þurfa ekki læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru.“u) Þeir voru sjúklingar og hann læknii-' inn; og mikill hluti lækningarinnar vat einmitt fólginn í vináttu hans. Hann dróst að þeim, sem sjúkir voru á sál eða líkama, því að þeir þurftu þeirrar hjálpar, sem hann gat látið í té. Margar frásagnir guðspjallanna sýna glöggt, hve skjótt hann brást við slíkri þörf fyrir lækningu, hvort sem meinið var líkamlegt eða siðferðilegt. Með samúð og elsku og krafti, blés hann sjúklingum sínum nýju trausti 1 brjóst, vaktí með þeim ,,trú“, en það er orð, sem í guðspjöllunum felur í séf traustið til gæsku Guðs og festuna, sem það framkallar. Faðir nokkur kom til Jesú, fullur örvæntingar, vegna þess að sonur hans þjáðist af ólæknand1 sjúkdómi. „Ef þú getur nokkuð, Þa sjá aumur á okkur og hjálpa okkur.“1‘') Jesús svaraði: „Ef þú getur! Sá getuf allt, sem trúna hefur.“ „Ég trúi, hrópaði faðirinn, „hjálpa þú vantrU minni." Það, sem í fljótu bragð' gæti sýnst mótsögn í frásögn þessari, er einmitt svo einkennandi fyrir JesU’ Þetta var það, sem hann gat gert fýr‘r fólk, sem misst hafði móðinn. Það e< næstum hranalegt, hvernig manninua1 er ansað. Svo er saga af manni, seF1 hafði gefist upp fyrir meini sínu, P' læknandi máttleysi. Og í mörg ar hafði hann alið á umkvörtunarefni, seh1 afsakaði aðgerðarleysi hans sjálf5 („Það fer alltaf einhver annar ofan [ á undan mér.“) „Viltu verða heill? spurði Jesús. „Taktu þá sæng Þ<°a og gakk.“10) Samúð og meðaumku^1 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.