Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Page 7
ÞEGAR HÆNUR GALA 101 inum mundi sjálfsagt fara að rigna, og þá mundi mórinn blotna; sjálfur kvaðst hann albúinn að fara í móinn, því að ekkert væri að gera þann dag, en ekki mundi veita af að fá einhverja duglega stúlku, t. d. hana Þrúðu í Byrgi, til að fara með honum. Þetta hafði gengið allt að óskum; þarna var bezta tækifæri, á- gætt næði og nógur tími til að komast að erindinu með hægð og gætni. En svo kom árans báturinn, þegar verst stóð á. Það var að vísu ekki viðfelldið, að Þrúða skyldi sletta í góminn, en þó ekki víst, að það væri fyrirboði neins hryggbrcts. Báturinn var aðalsökudólgurinn, — bannsettur báturinn, og með bölbænum í hans garð sofnaði Bergur upp úr mið- nættinu. Þrúða sofnaði líka seint þetta kvöld. — Hún var líkust því seín hún væri fest upp á þráð, eftir það er Bergur fitjaöi upp á bónorðinu; það kom svo afskap- lega flatt upp á hana. Aldrei á æfinni hafði nokkur maður leitað ráðahags við hana, og aðeins tvisvar á æfinni hafði hún kennt ástar til karlmanns, eða ein- hvers, sem hún hélt að hlyti að vera ást; en í bæði skiftin hafði dofnað og fyrnzt yfir þær tilfinningar. Hún fór þó að hugsa alvarlega um þetta, sem Bergur var að tala um. Henni hafði æfinlega failið vel við hann og var sannfærð um, að hann væri drengur góður, svo gott orð sem af honum fór. Það var því ekki nema sjálfsagt að gera sér góða grein fyrir málinu, áður en hún segöi já eða nei, þegar að því kæmi, að hann kréfðist ákveðins svars. En um sama leyti sem Bergur var að lesa vélbátnum bölbænir í rúmi sínu, var Þrúöa að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að reikna faktornum nema helming þess tíma, sem hún haföi unnið þann dag frá kaffimáli, því að hún var sér þess meðvitandi að hafa ekki afkastað nema hálfu verki, eftir það er bónorðið kom til. II. Höfuðdaginn hafði borið upp á mið- vikudag. Allan fimmtudaginn braut Þrúða heilann um það, hvernig hún ætti að taka Bergi, þegar hann ympraði aft- ur á bónorðinu. Eina stundina fannst henzii það næsta fýsilegt að taka honum, en aði-a stundina hallaðist hún eindregið að þeirri skoðun, að heppilegi’a væri að vera laus og liðug til æfiloka. Og málið stóö óútkljáð að sinni. Svo kom föstudagurinn með svo óvænt atvik, að fyrir slíku gat engan órað. Fjórum árum áður hafði Þrúða keypt á uppboði þi’jár hænur og einn hana. Síð- an hafði hún fjölgað hænsunum upp í tólf, og það fannst henni hæfileg taia. Hún seldi flest eggin og sá um að eiga alltaf vísa kaupendur, svo aö henni var þetta allgóð tekjulind. Þenna föstudags- morgun var Þrúða snemrna á fóturn, eins og hún var vön, og gekk út á stéttina. Það var stafalogn, og sólin var að senda fyrstu geislana yfir Voginn. Þrúða nam staðar, ki’osslagði handleggina á brjóst- inu og teygaði að sér hressandi morgun- loftið. Hænsnin hennar voru öll í hóp þar í varpanum, klökuðu vinsamlega hvert til annars, en gutu þess á rnilli von- ai-augum til húsmóðurinnar. Næst henni vappaði Padda garnla, deplótta klakhæn- an hennar, sem var mamma og amma flestra hinna í hópnum. Nú var hún farin að láta á sjá, orðin kei'lingarleg á svip- inn og hálsfiðrið gisið og úfið. »Padda mín!« Padda leit við til hálfs, en þegar hún sá að Þi'úða hafði ekkei’t matarkyns í höndunum, vappaöi hún að skólp-polli á milli steina, setti sig í stellingar, stakk nefinu ofan í skólpiö, rak þaö svo beint upp í loftið og smjattaði. Þetta endurtók

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.