Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 10
104 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hænsnakofann hennar, og hún hafði þrá- faldlega staðið hann að því að stela af matnum hænsnanna. Það var hreint ekki óhugsandi, að Padda skömmin hefði látið flekast af honum, — þessum andstyggð- ar fressköttum mátti meira en svo trúa til alls, og því var varlegast að fortaka sem fæst. Hún var komin á flugstig með að fara aftur til faktorsfrúarinnar og segja henni alla sögu, en óframfærni og óljós beygur af athlægi vörnuðu þess þó að hún gerði þaö. Auk þess hallaðist hún aðra stundina að þeirri skoðun, að Frið- geir hefði tekið þetta í gamni og svo alið á því viljandi. Frá hádegi til miðaftans var nokkur blástur, svo að fiskur var breiddur í Vog- inum. Þrúða fór til vinnunnar eins og vant var og hresstist nokkuð við áreynsl- una og útiloftið, en samt gat hún ekki að því gert, að hún var áhyggjufull og tók engan þátt í viðræðum annara. Þegar hún fór heim frá vinnunni, tók hún eftir því, að Gísli gamli læknir gekk spölkorn á undan henni. Var nú ekki reynandi að ná í hann og spyrja hann? Raunar var vanalega lítið gert með það, sem hann sagöi, karlsauðurinn, en hann hlaut þó að þekkja öll hættulegustu eitrin, sem grandað geta mönnum og skepnnm. Þrúða greikkaði sporið til þess að ná honum, áður en hann beygði út úr leið heim til sín. »Læknir, læknir!« Hann sneri sér við, saug pípu sína og beið. »Læknir, mig langaði til að spyrja yð- ur að nokkru«. — Hún sótti andann djúpt. — »Þegar hænur gala, — veit það á nokkuð illt ?« »Ha, hvað segið þér? Þegar hænur gala, — ja, þá er mál til komið að gera þær höfðinu styttri«. Hann glotti við, saug pípuna í ákafa og tifaði heim að húsinu sínu. Þrúða var litlu nær fyrir þessu, því að hún hafði ekki komizt svo langt að geta spurt um eggin, en þau voru aðal- atriðið; hitt þóttist hún vita áður, að hver sú hæna, sem galaði, væri dauðasek. — Hún lauk kvöldverkunum og jafnaði sig nokkuð. Þó kenndi hún þreytu og ó- nota fyrir hjarta, svo að hún ætlaði að hátta snemma og reyna að hvíla sig sem bezt. Loks skrapp hún út til þess að sækja sokka, sem hún hafði breitt út til þerris, gekk suður fyrir vegginn og nam þar staðar. Það var blæjalogn, þoka ofan að byggð og ákaflega dimmt í lofti og úrkomulegt. Hún horfði niður að lækn- ishúsinu og verzlunarhúsunum á mölinni. Þá sá hún mann skjótast inn í lælmis- húsið, og að vörmu spori kom læknirinn út með honum og hafði tösku í hendi; þeir gengu hratt niður stiginn og hurfu fyrir búðarhornið. Þetta atvik var nóg til þess að vekja- aftur kvíðann, sem Þrúðu hafði tekizt að sefa um stundarsakir. Hún hafði enga eirð til að fara inn aftur, heldur settist niður á kassa við vegginn og hrelldi huga sinn með ýmsum kveljandi ímyndunum. Að stundarkorni kom Tobba í Barði vaggandi neðan af mölinni með skjóðu á bakinu. Þrúða kallaði til hennar: »Hver ætli hafi verið að sækja lækni?« »Það var Bergur í Pakkhúsinu«. Þrúðu varð ekki um sel. »Hver er veikur?« »Áki faktorsins, var mér sagt«. »Hvað gengur að honum? Er hann mikið veikur?« »Æi, það veit eg ekki; frískur var hann í dag og lét ekki betur en hann er vanur,« — og svo vaggaði Tobba áfram upp stíginn. Þrúðu rann kalt vatn á milli skinns og hörunds. Þar kom að því, þessu hræöi- lega, sem legið hafði á henni eins og mara síðasta sólarhringinn, — og verst

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.