Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Síða 15
PRESTSKOSNINGIN f EHRENWOLMSÞORPí
109
hvernig nýi presturinn liti út, hvernig
hann hegðaði sér, talaði og syngi, hvort
hann væri kvæntur eða ekki -— í stuttu
máli; af hvaða sauðahúsi sá maður væri,
sem söfnuðurinn ætti að greiða 800 dah
á ári og auk þess ætti að fá afraksturinn
af prestsakrinum.
íbúarnir í Ehrenwolmsþorpi voru
hreyknir af kirkjunni sinni, sem þeir
höföu nýlega látið gera við fyrir ærna
peninga. Og þá þótti þeim ekki minna
koma til hinnar fjörugu kirkjusóknar,
sem frá alda öðli hafði einkennt þorp
þeirra. En í manna minnum hafði kirkj-
an þó ekki verið svo þéttskipuð og við
reynsluprédikanirnar, sem haldnar höfðu
verið þrjá sunnudaga í röð í júlímánuði.
Þá vildi enginn láta sig vanta. Allir vildu
leggja orð í belg um þetta velferðannál
þorpsins, þó að aðeins nokkrir drottins
útvaldir hefðu rétt til að kjósa. Á Ieiðinni
heim úr kirkjunni var rætt af ákafa.
Menn og konur sögðu sína skoðun um
ræðuna, og hvernig þeim hafði litizt á
ræðumann.
Fyrsti ræðumaðurinn var grannur og
kinnfiskasoginn, með dökk augu, sem
lágu djúpt inni í höföinu. Hann var kom-
inn af bezta skeiði — og farinn að fá
skalla. Hann hafði þegar fengið embætti
annarstaðar, en því var fleygt, að hann
hefði komizt í ósátt við söfnuð sinn og
því sótt burtu. Það var nú dálítill kraft-
ur í ræðum hans! Hann hét á menn með
sinni djúpu, alvarlegu rödd að bæta ráð
sitt, sökkva sér niður í rannsóknir á sál
sinni og áminnti menn umfram allt um
að deyða holdið. Og veikum sálum hót-
aði hann sjóðandi víti. Orð hans höfðu
sýnilegan árangur. Þorpsbúar höfðu ekk-
ert á móti því, að láta segja sér til synd-
anna. Þegar ræðumaður geystist sem
mest í stólnum og barði í röridina á hon-
um, til að gefa kenningum sínum meira
kraft — þá fór sælukenndur hrollur uin
þá. 0g lítið þið nú á, það er ekki svo lit-
ilsvert að kunna að lýsa eilífi'i útskúfun
eins og þessi! »Presturinn kann það«,
sögðu feðurnir í þorpinu hverir við aðra,
þegar þeir hittust utan við kirkjuna. Þá
tók hver á fætur öðrum upp tóbaksdós-
irna'r og fékk sér í nefið, til að styrkja
sig eftir þessa þægilegu æsingu. Þá hafði
nú presturinn ekki síður haft áhrif á
frúrnar. Þær höfðu fundið hinri leynda
tilgang ræðunnar, því að frúrnar hafa
sérstakt lag á að finna leyndan tilgang
í öllum hlutum. Þær hugsuðu með sér,
að það væri líka eins gott, að nýi prest-
urinn gæti sagt mönnunum þeirra til
synd^nna.
Því að það mátti nú segja, að upp á
síðkastið var farið að losna um siðferö-
ið í Ehrenwolmsþorpi.
Gamli presturinn sálugi hafði orðið
vægari með aldrinum og mjög sjaldan
prédikað gegn drykkjuskap, spila-
mennsku, áflogum og öðrum þessa heims
Iöstum. En þessi maður með hvössu aug-
un, sem gátu gert menn hrædda á löngu
færi, gat komið mönnum í skilning um
syndir sínar. Þannig vildi það til, að
þessi strangi iðrunarprédikari hafði
kvenþjóðina sín megin.
Ekki máttu þó frúrnar í Ehrenwolms-
þorpi kjósa, þó að þær hefðu þar — eins
og annarstaðar — Teyfi til að leggja orð
í belg. Meðal kirkjufeðranna voru nokkr-
ar kláðakindur. Þeim fannst þessi þrumu-
ræða prestsins hafa hróflað ónotalega
við samvizku sinni. í stuttu máli: Þeir
höfðu eitt og annað út á hann að se'tja.
Því var ákveðið að fresta kosningunni
og hlýða á þann næsta, sem sótt hafði
um stöðuna.
Það var maður af allt öðru sauðahúsi:
lítill, iðandi maður, snjóhvítur í framan.
Hann hafði verið vígður fyrir skömmu
og verið aðstoðarprestur í þorpi þar í
grennd. Hann var fljótmæltur og notaði