Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 23
FIÐLARINN 117 Fiðlarinn. Eftir Valdimar Hólm Hallstað. Þegar hann tónana framleiddi fyrst, af fögnuði varla sér réði. — En enginn heyrði og enginn sá hvað út í haganum skeði. — -— Hann grét þar af gleði. í barmi hans lifnaði löngun og von, þar lífsglaða hjartað hans sló. — Og fagnandi stoltur af stórhuga þrá yfir strengina bogann sinn dró. — — Og fiðlan hans hló.----- Á draumlöndum sínum hann byggði sér borg með blikandi framtíðarhöllum. — Við brennandi, tállausa, titrandi þrá í tónanna hrynjandi föllum.------- Hann ætlaði að vinna sér fé og frægð, sem framtíð í skauti sér geymdi. — í hillingum sá hann þann sólbjarta dag og sorginni og þrautunum gleymdi. — Og æskuna dreymdi. — En vonirnar brugðust og vetrarins blæ yfir vorgróður æskunnar drógu. Örbirgðin vafði ’ann í arma sér hljótt, og örlaganornirnar hlógu. — Og draumarnir dóu. — Því þeir verða aldrei hafðir hátt af heiminum dáðir lengi, sem leggja ekki aðra auðlegð til en ómþýða, biðjandi strengi. — — Og nú er hann ellinnar kominn á kné, og kraftana vonsvikin geyma. — Með fiðluna, stafinn og brostið bros um byggðina er hann að sveima. — Og þráir að gleyma. — En fyrsta lagið sitt leikur hann oft i ljósbrotum vökunætur, — þegar hann er að syngja í svefn sorgir við hjartarætur. Og fiðlar. hans grætur.------ Hvert einasta tónbrot er titrandi af sorg og tálvonum liðinna daga. — Þeir hvísla. — Þeir hvísla um æsku og ást, sem aðeins er hálfgleymd saga. ------- Hann leggur fram allan lífskraft sinn við lagið, sem honum er kærast. Og fingurnir kaldir og krepptir við svo kvikt yfir strengina færast. — ■— Og varirnar bærast. — Hann leikur á fiðluna líf sitt allt um liðnar hamingju stundir. Á vörunum lifnar brostið bros, og barmurinn titraf undir. — — Ástvina fundir. Þeir hvísla í dimmunni dauða hljótt um dánu vonirnar sínar. Þeir hvísla um sólbjarta sælu stund þegar síðasti lífsgeislinn dvínar. Og nú eru öll hans æsku heit í örlagadjúpin grafin. -— Um sveitirnar flakkar hann friðlaus og einn með fiðlupokann og stafinn. — — Og tötrunum vafinn. — En stundum er boganum strýkur hann létt yfir strengina vökunætur, þá er hann að reyna að syngja í svefn sorgir við hjartarætur. — — Þey. — Þey, — fiðlan hans grætur. — Hann leikur í hrifningu viðkvæmt og veikt um von, sem var dregin á tálar. — En fegursti hljómurinn upprunninn er frá ómgrunni biðjandi sálar.-------

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.