Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Qupperneq 36
130
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hugsanir sínar. Hin einasta hreyfing
hennar virtist hafa verið sú, að færa sig
úr kápunni og leggja hana til hliðar.
Hann gat ekki varizt því að veita því
athygli hversu hálsinn var mjallhvítur
og handleggirnir fagurskapaðir.
Vínblönduna hafði hún ekki snert.
»Fellur þér ekki vínið?« mælti lianu.
Hún leit upp óttaslegin eins og sært
dýr í gildru. Augun virtust spyrja hve-
nær árásin yrði gerð, hvenær höggið ætti
að falla. Hann var raunar myndarlegur
maður, ef hann hefði verið svolítið folíð-
ari og harkan ekki svona miskunnarlaus.
Hann lyfti glasinu og rétti henni og
mælti:
»Þetta er ef til vill orðið volgt. Þjónn-
inn getur hæglega blandað í glasið aft-
ur?«
»Þakka þér fyrir, ég þori ekki að
drekka það«.
»Þorirðu ekki?«
»Ég hefi ekki borðað neitt í dag«.
Ekki fanst honum nokkur efi á því að
hún lygi þessu.
»Maður skyldi ímynda sér, að með tvö
hundruð pund í vasanum þyrfti enginn
að svelta«.
. »Gleymdi því«.
»Gleymdir því?« Hann brosti mjög
efablandinn. Auðvitað laug hún því.
»Jæja«, sagði hann kæruleysislega,
»þú ættir þá að hafa þeim mun betri
lyst á kvöldverðinum. Ef þú ætlar ekki
að drekka þetta« —
Hann skvetti úr glasinu.
»Þá förum við«.
Hún reis svo þreytulega á fætur að hann
fór allt í einu að efast. Setjum nú svo
að hún segði satt, að hún hefði nú í raun
og veru ekkert borðað í dag? Ef svo væri
þá yrðu líklega fljótt ráðnar bætur á
því.
Þau gengu út úr íbúðinni hlið við hlið
og inn í lyftuna og voru á svipstundu
komin ofan í forsalinn. Þegar út á stræt-
ið kom sá hún að skrautvagn beið þeirra.
»Þjónninn minn símaði eftir honum á
meðan ég klæddist«, mælti hann til skýr-
ingar. »Þegar maður býður dömu að
borða með sér!«
Hann tók undir handlegg hennar, laus-
lega að vísu, en hún fann, að hann var
viðbúinn að herða á takinu, ef á þyrfti
að halda og hjálpaði henni upp í. Hún
settist hægra megin eins og hún væri al-
vön því að keyra í svona vagni. öku-
þórinn breiddi yfir þau loðfeld úr mjúku
skinni og síðan þutu þau af stað.
Hann skotraði til hennar augunum
forvitnislega.
»Það er einhvernveginn eins og þú
kunnir ekkert illa við að ferðast á þenn-
an hátt?«
Hún brosti. »Nú eru mörg ár síðan að
ég átti vagn líkan þessum«.
»Þá hefir þú haldið illa á spilunum,
eins vel vaxin kona. Hvar hefir þú
geymt skynsemina?«
»Ég býst við að þú hafir rétt fyrir
þér«, mælti hún. »Ég hefi haldið mjög
illa á spilunum. Það hefi ég ávallt gert.
Ég hefi andstyggð á — að selja«.
»Er það ekki það, sem konum er bezt
lagið?«
»Þær gera sér að minnsta kosti mjög
fáar grein fyrir því«.
Hún leit út um gluggann á umferðar-
strauminn. í London var allt á ferð og
flugi, allt uppljómað og prýtt. Yfir svip
hennar hvíldi friður, djúp eftirvænting,
alveg eins og henni stæði á sama um, þá
að hann væri með henni, og hún hugsaði
ekki vitund um hvað hann kynni að gera
við hana. Það var undarlegt. ómögulegt
var að sjá að hún væri hrædd, og þó var
það tæplega hugsanlegt, að kona væri
ekki hrædd í slíkum kringumstæðum.
Meðan hún horfði út um vagngluggann