Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 39
D.JÁSN OG DÝRINDIS KLÆÐI 133 ég skal ekki um það fást, bara ef hægt er að hafa örlítið gaman af henni. Hvað er svo ei'indið, sem þú ætlar að telja mér trú um, að þú eigir til nr. 10 Chesharn Crescent ?« »Það er nokkuð, sem ég hefi beðið eft- ir og þráð í seytján ár«. »Hve gömul ertu?« »Þrjátíu og sex ára«. »Það gæti verið rétt«, ságði hann. »Haltu áfram«. »Hvað er það sem þig langar til að vita«, spurði hún nærri því feimnislega. »Hver býr þar?« »Fyrrverandi eiginmaður minn«. »Fyrrverandi eiginmaður ?« »Já. Malvern lávarður. Hann skildi við mig fyrir seytján árum síðan. »Haltu áfram. Þetta er Ijómandi byrj- un«. Hún sá að það þýddi eigi að dylja hann neins og lét undan síga: »Það er svo sem engin ástæða til þess að dylja þig þess, sem allir vita — og eru búnir að gleyma — ef þér er annt um að fá að heyra það. Ég er á þínu valdi hvort sem er. Ég hljóp á burtu með manni; var ó- hamingjusöm í hjónabandinu og hélt að ég mundi verða......« »Þú hefir verið hreinasti krakki, oins og menn eru vanir að segja í slíkum kringumstæðum«. »Já, og ég var meira að segja sérlega barnaleg í hugsun. Ég hélt, að sá sem ég elskaði bæri af öllum í mannkostum, væri mikil hetja og guði líkur«. »Og svo giftist þú honum?« »Nei, nei -— svo var guði fyrir að þakka, að það langt fór það aldrei...« »En þá hvað...?« »Ég held að ég hafi sagt þér, að ég hafi lifað yfir á meginlandinu, látið x-eka á reiðanum og ráfað frá einum stað í annan. Stundum leið mér þolanlega, stundum svalt ég næstum því árið út og árið inn. Ég átti engan vin eftir. Ætt- ingjar mínir útskúfuðu mér. Að lokum reyndi ég að herða upp hugann, og minn- ast þess, að þó að lögin aðskildu okkur þá átti ég þó einhvern til að lifa fyrir...« »Hvern?« Tár glitruðu í augum hennar, en var- irnar, sem nú voru einnig teknar að fá eðlilegri roða, reyndu að brosa. »Ólánið elti mig. Ég varð dauðveik, missti fegurð mína, rak bókstaflega upp á sker í París og var orðin alveg vonlaus, þegar bréfið kom«. »Ég er nú hættur að skilja. Reyndu að tala dálítið skilmerkilegar. Hvaða bréf?« »Bréfið frá Malvern lávarðk. »Svo hann hefir þá loksins ritað þér. Sent þér fyrir fötum og fæði? Boðið sættir? Ástvinirnir ná saman um síðir eins og í öllum skáldsögum«. Hann hló og trúði ekki einu sinasta orði sem hún var að segja, en lét af ertni eins og honum þætti sagan framúrskar- andi hugðnæm. Hún svaraði alvarlega: »Nei. En hann veitti mér það, sem ég bað um. Ég hafði skrifað honum á hvsrju ári, rétt áður en afmælið mitt var og beðið hann að lofa mér að sjá litlu stúlk- una mína, þótt ekki væri nema í L’imm mínútur. Hvað ég gat beðið hann heitt; aðeins af því að það væri afmælið mitt var ég vön að segja á hverju ári. En hann hafði aldrei svarað, fyrr en núna. Nú sendi hann mér skeyti allt í einu. Hann hlýtur að hafa sent skeytið undir- eins og hann fékk bréfið frá mér. Nú í kvöld á ég að fá að sjá hana í fimm mín- útur kl. hálf tíu«. »Og þér tókst að aura saman í far- gjaldið yfir sundið?« »Já, rétt aðeins. Það var í gær. Ég náði í fyrstu járnbrautarlestina, sexn lagði af stað eftir að ég fékk skeytið og komst um borð í bátinn, sem gengur til

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.