Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 44
138
NÝ-JAR KVÖLDVÖKUR
»í kvöld hefir þú orðiö að standa and-
spænis hefnigjörnum manni. Þú hefir
hlotið nóg af þjáningum. Ég vil ekki ger-
ast annar hefndarböðullinn til. Ég vildi
mega verja lífi mínu til þess að reyna að
gera þig hamingjusama. Þú hlýtur að
vera búin að fá nóg af gamla heiminum.
En til er önnur heimsálfa og hana ætla
ég að sýna þér. Við skulum fara burt
héðan«.
Séra Benjamin Kristjánsson þýddi.
Förumaður.
Eftir F. H. Berg.
Það var skuggalegt haustkvöld með
þoku og salla rigningu; ég hafði verið
að ryðja land; fella tré og grafa upp ræt-
ur og stofna, og var nýlega kominn heim
í kofann minn.
Ég var einbúi og varð því að sýsla um
innanhúss störfin, en þau voru hvorki
mörg né mikil. Það fyrsta sem ég gerði,
var að kveikja upp eld, og innan lítillar
stundar blossaði og brakaði eldurinn í
þurrum skíðunum og sló þægilegum
bjarma á gólf og veggi kofans.
Ég kveikti í pípunni, hallaði mér aftur
á bak í stólgarm, sem gjörður var af
trjágreinum, og stóð fyrir framan eld-
stæðið, og eftir því sem hlýnaði í kofan-
um, færðist höfgi yfir mig, og að lokum
sofnaði ég. Skyndilega hrökk ég upp við
að drepið var á dyr.
Mér flaug undir eins í hug, að sá sem
kominn væri hlyti að vera ókunnugur og
langt að kominn, því venja okkar land-
nemanna var að ganga rakleitt inn hver
hjá öðrum.
»Kom inn«, kallaði ég og hreyfði mig
ekki; rétt á eftir heyrði ég að hurðin var
opnuð, en fótatak heyrði ég ekki. Ég leit
því um öxl til dyranna; hurðin stóð í
hálfa gátt, og í bilinu milli stafs og hurð-
ar stóð maður, sem hélt annari hendinni
um hurðarhandfangið, en hinni á dyra-
stafnum. Hann starði inn í kofann, en
mælti ekki orð.
»Hver ertu og hvað viltu?« spurði ég
og stóð á fætur, en maðurinn í dyrunum
svaraði engu, hann hélt áfram að stara
inn, og nú tók ég eftir því, að hann starði
ekki á mig heldur á eldinn, sem logaði
svo glatt að birtu bar um allan kofann.
»Hver ertu og hvað viltu?« spurði ég á
ný, og það var ekki laust við að ég fyndi
til einhvers beygs í návist þessa gests,
hann var svo einkennilegur í útliti. And-
litið var magurt og fölt, skeggið svart og
hrokkið, ef það hefði ekki verið fyrir
aúgun, þá hefði manni getað dottið í
hug svipur. Augun ein vitnuðu um líf
hjá gestinum; þau voru dökk og djúp og
full af einhverju seiðmagni, sem ekki
verður með orðum lýst.
Ég endurtók spurningu mína í þriðja
sinn. Þá opnaði gesturinn munninn, benti
á eldinn og kom loks upp því, er hann
vildi segja: »VesælI maður ég! Mér mjög
kalt! Mjög þreyttur, gengið marga dagal
Ekkert að borða!«
Hann tíndi orðin fram eins og hann
þyrfti að leita að hverju fyrir sig og