Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 8
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. á sama stað, Pjetar.r sagði O’Brian. »Jeg ætla mjer að berjast við þessa karla undir fullum seglum, og jeg ætla að sýna þeim það, að við kunnum að stjórna skipi, og þeir yfir- burðir okkar skulu ríða þeim að fullu. Segið herra Webster,'að jeg vilji tala við hann«. Webster var annar undirforingi; var hann ungur maður, skarpur og skilningsgóður, og hermaður hinn besti. »Herra WebsterU sagðí O’Briar.. »Munið það, að öllum fremstu fallbyssunum verður að miða mjög lágt. Jeg vil heldur, að kúlan kyssi vatnsflötinn, áður en hún hittir, en að hún þjóti yfir þá og út í loítið. Sjáið um að öll leg sjeu Iiðug og Ijelt, og yfir höfuð að allur útbúningur fallbyssanna sje eins og vera ber, þá skal jeg sjá um, að engri skot- dembunni skeiki.« »Stýrið á stjór! SwinburneN kallaði hann því næst. »Til stjór, svo skal vera, herra!« »Be'nt sem horfir! Oott. Beint nú á aftur- skut skonnortunnar á hljeborða.« Við vorum brátt komnir fast að skonnort- unni, sem lá svo sem hundrað faðma frá hin- um tveimur. »Jæ ja, piltar! Að hljeborðsfallbyssunum og hleypið af, þegar jeg gef merki. Passið ak- taumana, þið þarna fram á! Dragið inn stór- seglsásinn, þið þarna aítur á! Snarbeygið til bakborðs, Swinburne!« »Til bakborðs — svo skal vera, herra !< Nú hljóp briggskipið upp í vindinn og rann inn undir skutana á hinum tveim skonnortum á kulborða. Og í sama vetfangi var hleypt á þær úr öllum hljeborða- fallbyssunum í einu. »Flýtið ykkur að hlaða þær aftur, piltar, og verið við sömu byssurnar. Dragið inn kulborðsdragreipin. Jeg ætla ekki að venda henni, Pjetur.« Svona gekk leikurinn lengi, og við vorum búnir að hella yfir þá mörgum kúludembum, áður en þeir áttuðu sig. Peir höfðu búist við því, að við legðum briggskipinu upp í vind- inn og berðumst við þá kyrrir. En að við sigld- um svona í kringum þá og gæfum þeim sína dembuna úr hverri áttinni, því áttu þeir enga von á og urðu af því hálfruglaðir. Loks var stórsiglan á einni skonnortunni skotin niður, og hinar tvær höfðu beðið mikið tjón, bæði á skrokk og reiða. Sáu þær nú þann kostinn vænstan að Ifggja á flótta, meðan tími var td og reiði þe'rra varð ekki ver útleikinn. »Við megum ekki vera altof gráðugir f ætið,« sagði O’Brian, »annars gæti svo farið, að við mistum alla krásina. Við skulum venda, Pjetur, og lála okkur nægja þessa, sem eftir er.« Við ventum og lögðumst að skonnortunni, sem mist hafði stórs’gluna. En þegar hún sá það, og að fjelagarnir voru flúnir, gafst hún upp og dró niður fána sinn. Skipshöfn okkar hrópaði þrefalt húrra og tóku hver í annars hendur og óskuðu sjálfum sjer til hamingju með þennan stóra sigur. »Nei, það er nú ekki alt búið enn þá, drengir. Pið eruð reyndar vel búnir að sjá sómanum borgið, en nú er eftir að ná í aurana. Mann- aðu nú tvo báta, Pjetur, og farðu yfir í skonn- ortuna, en jeg ætla að bregða mjer á vettvang og reyna að ná í kaupförin. Reisfu skyndi- siglu og haltu svo í humáttina á eltir freigát- ur.ni,« Pað stóð ekki lengi á því að manna bálana, og jeg lók á mitt vald skonnortuna, en brigg- skipið fór að elta kaupförin fyrir fullum seglum. Skonnortan, sem var stærst af hinum þremur víkingask'pum, hjet Jeanne d’A'C og var vopnuð sexlán fallbyssum, og hafði ekki nema fimtíu og þriggja manna áhöfn, því að sumir af skipverj- um höfðu verið sendir 11 að gæta kaupfaranna og stjórna þeim. Kapteinninn var hættulega særður og einn af foringjum hans fallinn. Af hásetunum voru átta fallnir og finun særðir. Við nánari kynningu kom það í Ijós, að þeita var sama skipið, sem við rjeðumst á í höfninni við St. Pierre, og hafði gert okkur mestu skráveifurnar. »Petta grunaði mig lengi,« sigði Swinburne. »Jeg þóttist þekkja fallbyssu- opið þarna. Pað er sama opið, þar sem jeg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.