Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 16
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Celeste var þar fyrir, og spurði mig strax í kvíðnum róm, hvort jeg væri mikið særður. Jeg kvað nei við, og sagðist einmilt vera kominn hingað til að færa sönnur á, að svo væri ekki. Settumst við þá saman á legubekk- inn. »Jeg er altaf svo ólánssamur, að þegar fundum okkar ber saman, iít jeg út eins og ræfill,* mælti jeg. »í fyrsta sinn, er við kyntumst, var jeg særður, er við sáumst þar næst, var jeg í kvennbúningi, og síðast var jeg allur útataður í ryki og púðurreyk, og nú er jeg ennþá sár og klæddur görmum einum. Rað má guð vita, hvort mjer auðnist nokkurn tíma að koma yður fyrir augu eins og göfug- um manni sómir.« »Pað eru ekki klæðin, sem manninn gera göfugan, Pjetur. Pað gleður mig meira en svo, að sjá yður, að þar komist að nokkur hugsun um það, hvernig þjer eruð klæddur. Jeg hefi ekki ennþá þakkað yður fyrir síðast, og hvers.u göfugmannlega yður fórst þá við mig og samferðafólk mitt. En pabbi mun seint gleyma því.« »Og mjer hefir ennþá ekki gefist tækifæri til að þakka yður fyrir það, er þjer Ijetuð peningapyngjuna detta niður á hattinn minn, þegar jeg var' að reyna að flýja burt úr Frakk- landi forðum. Og síðan jeg sá yður síðast, hefir mjer ekki tekist að gleyma yður nokkurt augnablik, Og jeg er sannarlega þakklátur fellibylnum, að hann skyldi slengja mjer hjerna upp á ströndina til yðar. Mjer hefir altaf þótl því betur, er við komum sem næst ströndinni.« „Pjer megið trúa því, Pjetur, að jeg hefi Iíka oft setið og starað á bryggskipið, og glaðst því meir, er það nálgaðist sem næst ströndina. Og þó kveið jeg því, að virkin mundu skjóta á þig, ef þið komuð of uálægt. Pað er þung- bært, að þið pabbi skuluð þurfa að vera mót- stöðumenn. Annars gætum við orðið svo hamingjusöm." Svona ræddumst við í tvo tíma, en mjer fanst þeir vera fljótari að líða en tín mínútur. Jeg fann það vel, að jeg var ástfanginn af Celeste, en jeg held, að hún hafi ekki gert sjálfri sjer Ijóst, að eins var ástatt um hana gagnvait mjér. Annars verður lesarinn, að dæma um það, hvort svo muni ekki hafa verið, eða að minsta kosti eitthvað í þá áttina. Morguninn eftir, er jeg kotn á fætur, sá jeg að »SkelIinaðran« var á vakki svo sem sex mílur undan höfninni og stefndi til lands. Hún leit nú betur út en fyrst, er við sáum hana eftir fellibylinn. Peir höfðu komið fyrir tveim öflugum skyndisiglum, og höfðu yfir höfuð gert alt, sem hægt var til þess að hægt væri að stjórna sk pinu vandræðalaust. Jeg sá, að gaflkænúnni var skotið á flot — það var nú eini báturinn, sem eftir var á skipinu — og var henni róið til Iands. Jeg hraðaði mjer inn, og skrifaði ítarlega skýrslu til O’Brians, kapteins, um alt, sem á daga okkar hafði drifið, til þess að hægt væri að senda hana með bátnum til baka. Einnig bað jeg kapteininn um að senda mjer föt mín í land, þvi að vitanlega hefði jeg ekki annað af fötum, en það, sem jeg stóð í. Jeg var einmitt að skrifa þetta, þegar hershöfðinginn kom inn til mín, og sagði mjer frá sendimönnum þeim, er sendir höfðti verið í Iand frá herskipinu til að spyrjast fyrir um báts-hafnir sinar og bað kapteininn um leyfi, að senda mönnum sínum í land klæði þeirra og aðrar nauðsynjar. Jeg sagði honum frá því, hvað jeg væri að skrifa, og rjetti honum skýrsluna til yfirlesturs. Hann fjekk mjer aftur skýrsluna og mælti: »Pjer hljótið að hafa ærið Iítið traust á drengskap okkar Frakkanna, kæri Pjetur minn, ef þjer haldið, að það sje ætlun okkar, að halda ykkur hjer eftir eins og herföngum. í fyrsta lagi mundi drengskapur yðar, er þjer sleptuð úr yðar höndum fjölda frakkneskra þegna, er þjer hertókuð »Victorium« ekki eiga annað skilið en það, að við reyndum að gjalda líku líkt, og í öðru lagi hafið þið ekki borist í okkar hendur í heiðarlegum bardaga, heldur hefir forsjónin hagað því svo, að þið hröktust á okkar náðir vegna óviðráðanlegra náttúru-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.