Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 11 viðburða Rað slendur yður því til boða, að fara hjeðan fullkomlega frjáls og óháður af okkar hendi með alla yðar menn, og munum við þó álíla okkur enn í þakkarskuld við yður, En hvernig líður yður í síðunni ?« • Mjer líður illa,« svaraði jeg Mjer fanst að jeg mega til að vera dálítð lengur í samvistum með Celeste, því jeg gat varla sagt, að við hefðum fengið tækifæri til að talast við. Eða svo fanst mjer þó. »Jeg, held að jeg treysti mjer ekki til þess, að fara til skips í dag. En jeg er yður mjög þakklátur fyrir veglyndi yðar.« »Jæ-ja,« sagði hann; hann hefir víst rent- grun í hvað mjer Iá þyngst á hjarta. »Jeg held líka að það sje engin nauðsyn á því, að þjer farið ti! skips í dag. Jeg skal senda alla hásetana til skips og brjef yðar með. Jeg skal líka skrifa nokkrar línur til O’Brians kapteins og segja honum, að þjer munuð ekki þola neinn flutning fyr en á öðrum degi hér frá. Eruð þér ánægður með það?« Mér fanst þessi tí'mi reyndar vera í stytsta lagi, en af þvf að eg þóltist sjá, að hershöfð- inginn vildi svo vera láta, samþykti eg þessa uppástungu hans. »Báturinn getur komið aftur með eitthvað af fötum yðar, og jeg skal tilkynna kaptein- inum, að ef hann komi hingað inn-undir hafn- armynnið á öðrum degi hjer frá, skuli jeg senda yður til skips í yðar eigin bát.« Tók hann svo brjef mitt og gekk út. ‘ En strax og hann var farinn, fanst mjer að jeg vera svo frískur, að jeg geta farið inn til Celeste og sagt henni hvernig komið væri. Og þetta gerði jeg, og var hjá henni allan fyrri hluta dagsins, og skýrði þeim feðginunum frá öllu, sem á daga mína hafði drifið síðan við skild- um í Frakklandi forðum. Höfðu þau af því góða skemtun, og er eg hafði lokið frásögn minni var kominn matmálstími. Voru þá og komin föt mín frá skipinu og brjef með frá O’Brian Ljet hann þar í Ijósi gléði sína yfir því, að eiga von á að sjá mig aftur heilan á húfi, því að hann hefði hálft pm hálft talið mig af. »Hvað viðvikur rifjunum í þjer,« sagði hann síðast í brjefi sínu, »þá þykist eg vita að þau eru ekki eins aum eins og þú lætur, Pjetur. Hitt þykir mjer sönnu nær, að þjer sje nú efst í hug, að krækja þjer í nýtt rif, ef þess er kost- ur, en verður nú að bíða dálítið með það ennþá, drengur minn. Rú verður fyrst að verða lávarður eins og jeg hefi altaf lofað þjer. Já, það er löng gata, sem engan hefir hlykkinn — og vertu nú sæl I.« Pegar jeg var að segja þeim feðginum sögu mína, hafði jeg skýrt þeim nákvæmlega frá þeim brögðum, er jeg teldi okkur feðga beitta af föðurbróður mínum, nú-verandi Privelege lávarði, einnig Ijet jeg í Ijós, að jeg hefði haft dálitla von um að geta ljóstað upp athæfi hans og hafði hana raunar ennþá, og ekki duldi jeg þau þess, að dauflegar væru fram- tíðarhorfurnar fyrir mjer, ef mjer tækist ekki þetta. Nú sýndi jeg Celeste brjefið frá O’Brian og las hún það með athygli, en þegar hún kom að kaflanum um rifið, þá skildi hún ekki al- mennilega orðaleikinn og bað mig að útskýra þetta fyrir sjer. Jeg varð hálf vandræðalegur, því að jeg hafði alveg gleymt þessu spaugi vinar míns, og hefði líklega aldrei sýnt henni brjefið ef jeg hefði hugsað út í það. Jeg þýddi meiningu orðanna og bætti við um leið: »Jeg hefði sannarlega ekki dirfst að sýna yður brjefið, ef jeg hefði munað eftir þessum orðum. En hann hefir sagt sannleikann Celeste Hvernig get jeg annað en elskað yður eftir alla þá ástúð, er þjer hafið sýnt mjer. Og jeg þarf víst ekki að segja yður það, að jeg teldi það hina mestu náð, sem guð gæti veitt mjer, ef þjer bæruð samskonar tilfinningar í brjósti gagnvart mjer. Reiðist mjer ekki, þottjeg tali opinskáit.* »Nei, það er Iangt frá því, að jeg sje reið við yður. Þetta er þvert á móti þannig talað, að jeg má vera hreykin af.« »Jeg veit vel,« hjelt jeg áfram, að jeg hefi lítið að bjóða yður eins og nú er ástatt fyrir mjer. Jeg hefi í raun og veru ekkert adbjóða. 2*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.