Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
15
um, en aðrir gripu strax árarnar. Við Iofuð-
um þeim að komast að skipshliðinni og haka
sig þar fasta áður en við sendum þeim hina
skotdembuna. Fjellu enn margir, en þó voru
nokkrir eftir, sem rjeðust til uppgöngu. Við
undruðumst að hinn báturinn skildi ekki ráðast
á okkur, en nú sá jeg, eða öllu heldur fann,
að komin var dálítil gola, og skipið komið á
töluvert skrið. Jeg losaði bátshakann svo að bát-
urinn rann aftur með hliðinni, undan þeim, er
hjengu utan í skipshliðinni, og var þess stutt
að býða, uns þeir voru allir högnir niður af
hásetum okkar.
»Nú skulu þeir fá það, sem þeir eiga
skilið,* hrópaði Swinbure og snaraðist að stýr-
inu og rjett á eftir heyrðum við brak. Swin-
burne hafði stýrt skonnortunni beint á bátinn,
þann er ekki hafði náð til okkar, og skreið
hún bókstaflega yfir hann, en margir af bát-
verjum náðu sjer um leið í skipið og komust
sumir alla leið upp á þiljur, en þar voru þeir
fljótt bornir ofurliði. Hinir hjengu í skips-
hliðinni þangað til þeir urðu að sleppa takinu
og smá hurfu þeir svo í bylgjurnar.
Áttundi kafli.
Kollsigling og lífsháski.
Við komumst heilu og höldnu í námd við
Barbadoes og áttum ekki eftir nema 10 mílur
að skipalaginu. Retta var að kvöldi dags, og
jeg gekk til náða með þeirri vissu von, að jeg
gæti lagt skonnortunni í lægi um dagmálabil
að morgni. En í dögun vaknaði jeg við það,
að jeg hentist út úr rúminu og yfir í hina hlið
svefnklefans, og heyrði jeg vatnsskvamp mikið.
Mjer datt strax í hug, að nú hefðu þeir koll-
siglt skonnortunni og æddi upp á þilfar. Jeg
sá, að ágiskun mín var rjett. Rað hafði komið
rok kviða og kastað skipinu alveg á hliðina,
og var fyrirsjáanlegt, að innan 10 mínútna
hlyti það að vera sokkið. Allir voru á þiljum,
sumir í öllum fötum, en aðrir eins og jeg, á
tómum nærklæðunum.
Swinburne stóð á afturþiljum og hafði öxi
í hendi og hjó með henni öll tengsl af stór-
seglsásnum; jeg sá hvað hann ætlaði fyrir og
greip því aðra öxi og fór að höggva á þau
tengsl, er festu seglið við ásinn næst siglunni,
því að það var nú eina björgunarvonin, að fljóta
i einhverju af reiðanum, því að báturinn hafði
verið htjeborðsmegin og 'því á kafi í sjó.
Þegar seglásinn var laus, tóku allir sjer stöðu
við hann, því að nú var skipið að sökkva.
Rað lyftist ofurlítið upp að aftan og seig svo
niður í djúpið og sogaði með sjer bæði ásinn
og okkur, en okkur skaut þó fljótt upp með
farkosti okkar.
Vindkviðan, eða öllu heldur skúrinn, því
slíkum skyndibyljum fylgir þarna oftast nær
hagl eðe regn, var nú hjá liðin, og komið
stilli logn og heiður himinn. Við hjengum
allir með tölu á seglásnum og var Swinburne
næstur mjer. Hann bað mig að minnast þess,
ef að jeg kæmist lífs af, að þetta slys hefði
ekki verið sjer að kenna, því Collins hefði
verið búinn að leysa sig af verði. »Jeg skyldi
hafa verið undir þetta búinn,« sagði hann.
»En,« — bætti hann við. »Við erum að vísu
ekki Iangt frá landi, en þó er mjer grunsamt
um, að líklegra sje að við rekumst á bein-
hákarlana en vini, sem bjargi okkur.«
Pað var alveg stafa-logn og hitinn varð al-
veg óþolandi, þegar fram á daginn leið, því að
ekki höfðum við svo mikið sem húfu eða hatt
til að skýla höfðum okkar fyrir hinum brenn-
andi geislum. Sólin var beint yfir höfðum
okkar og mátti svo segja að hitinn bókstaflega
steikti þann hluta skrokksins, sem var upp úr
sjónum. Jeg segi fyrir mig, að jeg held jeg
hefði boðið þann hákarl feginsamlega velkom-
inn, sem hefði gert skjótan enda á hinum
voðalegu þjáningum, hefði ekki hugsunin um
Celeste haldið við í mjer lífsþróttinum og lífs-
lönguninni, svo að jeg reyndi af fremsta megni
að halda mjer við seglásinn. En þegar fór að
liða fram yfir nónbilið, var jeg orðinn veikur