Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 25
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 19 Tíundi kafli. Þegar til Partsmouth kom, gekk jeg strax á fund kapteinsins, sem bjó á gistihúsi. Meðan jeg beið hans í skrifstofu hans, varð mjer af tilviljun litið á skrifborðið. Varð jeg eigi lítið hissa, er jeg sá þar liggja fjölda af brjefum með innsigli Privilege’s lávarðar. Jeg fór að hugsa um það, hvað það gæti verið, sem föðurbróðir minn væri altaf að skrifa Hawkins kapteini um; en auðvitað var jeg jafnnær. Kapteinninn kom því nær strax og var hinn elskulegasti í viðmóti. Bað hann mig að af- saka það, að hann hefði orðið að neita mjer um lengra Ieyfi, því að sjer hefði borist um það ströng skipun frá flotadeildarstjóranum, að kalla mig til skips. Jeg fór þvínæst strax til skips og daginn eftir kom kapteinninn og fjekk mjer fyrirskip- anir sínar viðvíkjandi daglegum störfum og aga á skipinu. Sá jeg, er jeg fór að lesa þær yfir, að þær mundu verða bæði mjer og öllum foringjum erfiðar til framkvæmda. Og það var mjer Iíka Ijóst, að væri þeim ekki framfylgt til hins ítrasta, hlaut alt að bitna á mjer sem næst- ráðanda. Jeg sýndi því herra Webster þær, og komumst við brátt að þeirri niðurstöðu, að fyrirskipanir þessar væru svona úr garði gerðar að yfirlögðu ráði, svo að því nær ókleyft reyndist að framfylgja þeim. Við þóttumst nú skilja, að hið þægilega viðmót kapteinsins væri ekki annað en yfirskin, og hann hlyti að hafa undir- niðri í hyggju, að gera okkur brotlega við her- lögin. Jeg ljet þá kalla saman alla yfirmenn skipsins, og með tilstyrk Websters var það samþykt, að fyrirskipunum kapteinsins skyldi framfylgt, þó ekki án þess að kapteininum væri bent á ýmislegt, sem varhugaverðast væri. Okkur kom þó saman um, að láta kyrt liggja um fyrsta lið þessarar reglugerðar, þar eð hann Iaut einungis að störfum á skipinu meðan það lá í höfn, en nú höfðum við fengið skipun um, að láta í haf að fáum dögum liðnum. Jeg fjekk brjef frá systur minni, þar sem hún skýrði frá því, að samkvæmt brjéfi frá Fielding kapteini í Bombay, hefðu allar eftirgrenslanir orðið árangurslausar viðvíkjandi O’Sullivan og konu hans. Pessar frjettir voru því síðasta rothöggið á þær vonir, að hægt mundi vera að hafa upp á barnfóstrunni, sem hafði verið í þjónustu föðurbróður míns. Og auk þess var nú lítil von um það fyrir mig, að fá nokkurn- tíma að njóta minnar ástkæru Celeste. Um þetta alt reit jeg O’Brian langt brjef, og dag- inn eftir Iögðum við í leiðangur um Norðúr- sjóinn. Einn morgun, þegar við vorum út af Texel, komum við auga á skip, á að giska 2 mílur frá okkur á kulborða. Skip þetta svaraði ekki Ieynimerki voru, svo að við álitum þarafleið- andi, að þetta væri óvinaskip. Voru nú sett upp öll segl til að reyna að ná skipinu. Okk ur miðaði vel og drógum mjög svo fram á skipið, að eftir klukkutíma var ekki nema hálf sjómíla á milli. Skipshöfnin var í mesta víga- hug, og hver maður á sínum stað, því að þá munaði í að komast í færi við fjandmennina. Pó var einn maður á skipinu, er ekki virtist vera í mjög miklum ófriðarhug, og var, væg- ast sagt, eins og utan við sig. Pessi maður var Hawkins kapteinn. En þó skal það sagt honum til afsökunar, að hann hafði aldrei í orustu verið, og hefir að líkindum þessi deyfð verið af því sprottin. En nú fór að lygna og brátt var skollin á biksvört þoka. Gramdist okkur þetta mikið, því að við bjuggumst nú við að missa alveg af skipinu, sem var stærðar herskip. Brátt lágum við alveg logndauðir í þokunni. Jeg skýrði kapteininum frá, að nú væri hádegi og spurði hvort ekki ætti að gefa merki til máltíðar. »Nei, ekki strax,« svaraði hann. »Við verð- um að venda fyrst.« »Venda! Eigum við að venda, herra kap- teinn?» spurði jeg steinhissa. »já, jeg er sannfærður um, að óvinaskipið er nú einmilt á þessu augnabliki að venda, og gerum við ekki eins, þá missum við af því.« 3*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.