Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 28
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. steini. Hann misstígur sig aldrei, og skrikar ekki fótur, jafnvel þótt fjallið standi með hon- um. Kjarrið bylgjast af einhverju, sem ryður sjer braut í gegnum það. Rað kemur bitur kvöldsvali á firðinum, þegar nátta tekur, en spurðu ekki, hvort gamli maðurinn sje nægi- lega búinn, Nei, mergurinn málsins er sá, að nú ætlar Sætermyr á sjóinn. Upsmn, ups:nn er kominn. Bátarnir kippa stað úr stað úti þar sem fugl- arnir sitja. Langar veiðistangirnar bifast aftan við skuti bátanna; þær eru þrjár sín til hvorr- ar hliðar og ein við skutinn. Og enn Iengra burtu sjást færin, sumir hafa aðeins einn beitt- an öngul, en aðrir hafa sökku með pilkum eða mörgum önglum. Og alt f einu keng- bogna stengurnar; það er komið á færið og upsinn sperrist við að koma til yfirborðsins, stöngin rjettir sig meira og meira; gljáandi bolur f skjarins glitrar í vatnsskorpunni; hann pr dreginn nauðugur að bátnum og síðast virð- ist eins og spriklandi sporðurinn hoppi sjálf- viljugur upp í bátinn. í sömu andrá hefst leikurinn við næstu stöng og svo áfram — stundum allar í einu — nú er um að gera að vera snar í snúningum og nógu handfimur. Smáupsinn er fjörugur náungi. Hann ólm- ast í vatnskorpunni eins og hann væri að d3nsa; hann langar til að skemta sjer í firðinum og er nú að leika meðfæddar hundakúnstir. Hann hoppar og hefur gljáandi, liðugan skrokkinn í loft upp, eða hann fer í höfrungaleik í vatns- skorpunni, hver ætti svo sem að geta bannað honum að skemta sjer, þótt hann sje eigi ann- að en smáupsi. Og fuglinn stingur sjer og heggur í hann, gargar og hefur sig á flug með eitthvað spriklandi, gljáandi f klónum, en neyðist oft til að sleppa honum aftur, því að veiðin hefir verið of þung og of stór. Nýtt garg, ógurleg reiði og öskur meðal alls hópsins. Og bátarnir kippa til og frá, stengurnar hefjast og karlarnir hafa nóg að gera. Og þarna kemur Sætermyr í gamla bátnum sínum. Hann rær svo fast, að grænfossar fyrir. Hann er berhöfðaður og sveittur. Parna kastar hann önglinum. Nú fyrst hefst veiðin. Og um Ieið og upsinn bítur á hjá honum, hreyfir hann bátinn svo iítið áfram áður en hann tekur inn stöngina; það er Ijettara að ná upsanum inn, ef báturinn sígur áfram og hann hefir engan annan til að róa. En upsinn er keipóttur. Pað getur alt í einu dottið í hann að taka ekki. Hann stekkur og veður eins og hann væri í brúðkaupi og skeitir hvorki beitu eða blýi; í dag hefir hann hugan á öðru en mat. Og þá verða menn langleitir og blótsyrðin hrjóta mönnum af vör- um. Rarna stökk einn rjett við færið, bíðið við — nei, fjandinn hafi að hann líti við beit- unni. Hefirðu nokkru sinni þekt annan eins bjána. Fuglarnir ólmast í kring og stríða upsanum, þeir horfa á bátana — fá hinir nokkuð? Nei, stangirnar slapa niður. Upsinn veður andartak, hverfur og skilur eftir gára í sjónum — en heldurðu þó hann taki ? Veið- in er búin í kvöld. En einn er sá, sem heldur áfram að draga og það er Sætermyr. Hverjum skollanum hefir hann beitt á öngl- ana ? hljómar frá báti tíl báts. Því gamli fauskurinn með langa Ijóta hárið á herðar niður hefir nóg að vinna við að kippa inn upsanum. Stangirnar hans beygjast óaflátanlega. Hann tekur ekki eftir hinum, til þess hefir hann engan tíma. Hann rær eitt eða tvö áratog og svo hleypur á hjá honum strax aftur. Nei, þú Sætermyr, þú Sætermyr. Hann hefir hepnina með sjer, segir fólkið. Og svo hefir hann svo góð tæki; strengurinn er svo grannur, að hann sjest tæplega með berum augum. Og öngullinn er svo ginn- andi, að jafnvel mann gæti langað til að taka hann. Hver skyldi svo sem geta skorið sjer fiskbeitu sem líktist síld, nema Sætermyr. Satt var það, að tækin voru góð og það svo, að enginn átti slík, en þar með var ekki alt sagt. Hann átti handlagið og það getur enginn skýrt og enginn lært. Menn fæðast með því. Menn fæðast með aflahepni. Til voru menn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.