Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 29
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 23 sem næslum áttu eins góð tæki og Sætermyr. En samt sem áður urðu þeir ekki varir, en Sætermyr stóð í konum bandóðum. Loksins urðu hinir leiðir og fóru í Iand. Og vorbjarta nóttina var aðeins einn bátur eftir á firðinum og það var gamli fauskurinn ofan af öræfum. Fuglarnir eru sestir að og synda á sjónum. Upsinn er hættur að vaða. En bíðum við. Sætermyr veit ofurvel, að þá hefir straumurinn breyst. Bara að hann beri inn fjörðinn, því að komi útstraumur, þá fer upsinn með honum. Og gamla innmiðaaflaklóin finnur á sjer, að hverju stefnir. Rað er grunn lengra inn i firðinum og þangað rær hann. Óg alveg rjett. Rar hefst nýtt brúðkaup. Fuglarnir fljúga upp og koma á eftir. Karlarnir, sem komnir eru í Iand, skyggja hönd fyrir augu og glápa. Já, svo er sem sýnist, upsinn veður aftur og Sætermyr er í miðri (orfunni og dýrðinni. Pegar gamli maðurinn að lokum rær í Iand, er langt liðið á nótt. Sætermyr er aleinn. Og nú fær hann byrði að bera, sem um munar. Ekkert er til, sem er eins þungt í sjer og nýveiddur fiskur. Hann hefði getað slægt hann og kastað slóginu í sjóinn, en grísinn heima hafði lengi lifað á rýru fóðri. Rað var drápsklyf í bak og önnur litlu minni í fyrir, Hann riðar í hnjáliðunum undir byrðinni. En Sætermyr er vanur að bera þunga bagga upp brekkur og torleiði. Seint 9ækist leiðiti, en jafn og þjett. Bygðin sekkur dýpra og dýpra undir fótum honum. Pað er blæjalogn, svo að rósrauð skýin end- urspeglast í firðinum. Húsin þarna niðri á sljettunni verða minni og minni. Uppi í miðjum hlíðum lagði hann af sjer byrðina og settist á götubrúnina. Pú! Nú er maður orðinn gamall. Og langt, langt uppi á brúnum beygir hann út af veginum og gengur gegnum skóginn yfir fjöll og firnindi. Víst er byrðin þung. En hann er á heimleið. Pað er undursamlegt, að eiga að koma heim á bjargarlítið heimili með drápsklyfjar af mat. Uppi á hæstu brúninni staðnæmist hann og lítur niður á spegilsljettan fjörðinn þarna niðri milli fjallanna. Pað er undursamlegt, hversu sjórinn seiðir og dregur. En hafið skyldi hann aldrei. Langferðir drógu hann heldur ekki. Hann varð aldrei annað en fiskimaður á innfjörðum, en sá fengsælasti í manna minnum. Samt sem sem áður gat hann ekki sest að niðri við fjörðinn, nei, heimilið varð hann að hafa langt inni í öræfum. Og milli fjarðar, heiða og öræfa bar hann byrðar sínar upp og niður ár eftir ár. Hann varð hokinn í hnjáliðum og með bogið bak, en árin liðu og líf hans varð gangur fram og aftur, upp og niður með byrði á bakinu. Pegar haustaði, kom stórupsinn með síldar- torfum inn á fjörðinn. Pað er snáði, sem segir sex. Komdu ekki með stangir eða fúaspotta, því að það hvort- tveggja hrykki sundur eins og kveikur. Nei, nú er það sterkt þriggja punda færi og sakka með heilás. Norðlendingar kalla veiðarfæri þetta »Joksen«, en Prændir kalla það »Hie«. Pað er færi með sökku og bognum járnteini og taumum í báð- um endum og Ioks önglum með beitu á. Ný síld er tálbeita. Hún glitrar svo dýrðlega niðri í sjónum. Og sakkan rennur marga faðma niður í dýpið og þegar hún nemur staðar í botni er tekið grunnmál. Svo er keipað. Pað er keipingin, sem gerir það að verkum, að öngullinn krækist í kjaftinn á upsanum. Og nú róa bátarnir fram og aítur og þú getur sjeð á mönnunum, sem keipa, hvort er á hjá þeim. Ef svo er, gengur drátturinn skrykkjótt. Færið stöðvast oft algerlega. En svo mjakast það af stað aftur, hægt og skrykkjótt. Svo er eins og alt sje farið. Færið verður svo Ijett, þar til alt í einu að það er rifið úr höndunum á manni og rennur út. Þrjóturinn hefir bara synt með, en rykkir nú í af alefli til að losna. Loksins er hann kominn upp að borði,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.