Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 30
24 NYJAR KVÖLDVÖKUR. digur, grár búkurinn spriklar inn yfir keipinn. Skárra er það hiassið. Málsverður handa marg- mennri fjölskyldu. En í þefta skifti er kona Sæfermyrs með til að róa. Nú verður báturinn að vera á stöð- ugu skriði. En það vill ti1, að 10 — 12 bátar róa fram og aítur og enginn verður var. Færið kemur fisklaust, nema hjá einum, og það er gamli karlfauskurinn með rauða skeggið og langa, ljósa hárið. Hverjum skollanum hefir hann nú beilt, spyrja menn. Hann vissi það ef til vill ekki sjálfur. Hann hafði bara handlagið. Hann var aflaheppinn. Sætermyr var aflakóngur fjarðarins. Og um nóttina ganga tvær gamlar mann- eskjur bognar undir byrðunum, langa veginn upp hæðirnar og inn yfir ása og fjöll. En daginn eftir gengur Sætermyr um heið- arnar og raular fyrir munni sjer. Hann tínir ber, safnar viði og sker upp hrís í kústa og bursta, sem hann ber í stórum byrðum niður í bygðina og selur. Og stundum legst hann fram á klettasnasirnar og horfir niður yfir fjörð- inn eins og örn. Rar niðri á hann heima. En þó er heimili hans uppi á öræfum. Og hann stóð á áttræðu, þegar hann kvöld eitt hnje niður undir byrðinni og megnaði ekki að standa upp aftur. Daginn eftir var ungur maður á ferð og fann gamla manninn örend- an. Lá hann á grúfu með fiskkippuna fram yfir höfuð. Og þegar ungi maðurinn lyfti kippunni upp varð hann undrandi yfir því, að jafngamall maður hefði megnað að bera hana jafnlangt. Braskarinn. Eftir Robert Barr. I. Rað var hráslagaleg nótt. Úðinn var eins þjettur og þoka; huldi hann leiðarljósin og gerði brautarteinana svo sleipa, að ógerlegt var að stöðva nokkra lesí á stuttu færi, einmitt þá nótt, þegar skyndistöðvun er nauðsynleg, ef umflýja á bráða hættu. John Steele, stöðvarstjóri, símaþjónn, farseðla- sali, í stuttu máli alt á einsömu litlu stöðinni, er á járnbrautarlandabrjefunum nefnist: »Hitchens Siding«, en óþekt á öllum öðrum landabrjef- um, stóð í þessari andrá við ritsímatækin og velti því fyrir sjer, hvort regnið héfði haft áhrff á símann eða hvort afgreiðslumaður lestarinnar væri orðinn vitlaus. Vörulestin Nr. 16 var komin, en engar skipanir henni viðkomandi. Kyrrahafshraðlestin, er fór hraðast yfir á þess- ari braut, var orðin 40 mínútum á eftir áætlun og Steele vissi ekki 'nvar hún var. Hið eina, sem hann vissi var það, að hraðlestin mundi freista að vinna upp töfina og aka á fullri ferð, en nú var hann fyrirskipanalaus! Enn þá einu s:nni símaði hann á afgreiðsl- una í Warmhingfon. »Hvaða fyrirskipanir við- víkjandi Nr. 16!« Rví næst gekk hann út og gaf hættumerkið. Rautt Ijósið kastaðist aðeins í austur og það var hugsanlegt, að það gæti stöðvað hraðlestina í tæka tlð, ef það sæist fyrir þokuúðanum. Nr. 16 beið framan við brautarpallinn og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.