Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Side 32
26 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. óþreytanlegu járnbrautarmönnum, sem einatt eru á stjái, og enginn af undirmönnum hans gat verið óhræddur um, að Manson eigi alt í einu stæði við hlið hans, hvort heldur var á nótt eða degi. Meðan þessi þögii maður Ieit í kringum sig - á skrifstofunni og hlustaði á skröltið í símatækjunum, sem hann skildi eins og mannamál, varð honum ælt í einu felmt við, að heyra angistaróp frá Hamrnond afgreiðsl- umanni lestanna. Hammond æddi eins og vitstola maður að senditækjunum og sfmaði í dauðans ofbnði: »Færið af línunni! Færið 16 af línunni.c Ósjálfrátt vissi deildarstjórinn hvað skeð hafði. Jafnvel allra stundvísustu, skyldurækn- ustu og truustu menn getur hent sú skyssa, að gleyma sjer og störfum sínum. Afgreiðslu- maðurinn hafði gleymt nr. 16! Jafnskjótt hafði deildarstjórinn yfirlit yfir brautina. Hann þekti hana upp á sínar 10 fingur. Hann vissi hvar nr. 3 mundi seinka vegna bratta, en nú var lestin stödd á flatlendi og þaut áfram eina mílu á hverri mínútu. Enn var samt hugsan- legt að hraðlestin hefði eigi náð Hitchens, og hann sá óðara hvað gera átti. »Segið honum að stöðva nr. 3,c hrópaði hann. Afgreiðslumaðurinn hlýddi. Rar sem slysið gæti borið að á hverri stundu tjáði eigi, að bíða eft r því, að hin þunglamalega vörulest flytti sig úr stað, þegar hraðlestin, sannnefnd .tortýmingaróvæ.ttur, kom jajótandi að staðnum. Eklcert svar kom við þessari flýtisskipan. Allir, sem inni voru, voru staðnir á fætur, og hjeldu niðri í sjer andanum, eins og gauragangurinn og ópin frá árekstrinum gætu heyrst á skrif- stofuna, 120 mílur vegar. Loks kom svarið með ósvífnum semingi. »Ljet 16 aka inn á hliðarsporið upp á eig- in ábyrgð og gaf 3, hættumerki, þar til 16 var komin á sinn stað — Eruð þið vltlausir þarna á skrifstofunni eða eruð þið fullir ?« Hættan var um garð gengin — Einn skrif- stofumannanna rak upp óeðlilegan hlátur og annar stundi þungan. Hammond skjögraði að stól einum og vætti ná-hvítar nasinar í vatni. Deildarstjórinn stóð eins og steingervingur; djúp hrukka í enni hans bar þess glegstan vott, hversu reiður hann var yfir hinu hvat- skeytislega svari, eftir svo alvarlega hættu. En vissan um, að hraðlestin væri úr hættu oíli því, að hann hýrnaði aftur á svip. Maðurinn á »S:ding« heitir John Steele. Er það ekki ?« »Jú.« »Sendið mann í stað hans á morgun þangað og segið honum að koma og gera mjer grein- argerð fyrir því, sem skeð er.c »Já.« Rannig vildi það til, að Johan Steele varð 1. aðstoðarmaður Philips Mansons á Grand Union Station — skrifstofunum í borginni Warmington. Grand Union Station er tilkomumikil bygg- ing með voldugum hornturni. Er klukka í turninum, sem segir til um meðaltíma bæjar- ins. Bærinn er hreykinn yfir klukkunni; á næturnar er hún uppljómuð, svo að menn sjá mílu vegar hvað framorðið er. Turninn er minnismerki yfir vald og auðæfi Rockervelts, jafnvel þótt hann ætti tilkomumeiri byggingar í öðrum bæjum. Viðbrigðin fyrir Steele að koma utan af litlu kyrlátu stöðinni út á sljetfunni og inn í þessa höll í bænum og auk þess hækkuð laun, ollu því, að honum fanst hann vera kominn til himnaríkis. Nú hafði hann tækifæri til að græða og meira krafðist hann ekki af forsjón- inni. Honum fjell vinnan ágætlega. ' Öll hin margvíslegu hljóð á stöðinni, blásturinn í gufu- vjelunum og drunurnar í eimkötlunum var í eyrum hans eins og sönglist, sem hann aldrei þreyttist að hlusta á. Hann varð von bráðar ómissandi á slöðinni og strax vinsæll. Hann var alstaðar nálægur, ætíð berhöfðaður og virtist aldrei finna mun hita og kulda. Hann var laus við illkvitni og öfund og ætíð boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Svo virtist sem hann gæti alt/ hann ók lestunum og gætti símans og vann nótt og nýtan dag, þegar því

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.