Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Síða 34
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ljet sökudólginn eiga sig, setti upp hattinn og gekk með hátígnarsvip til skrifstofu deildarstjórans. »Manson,« stundi hann upp um leið og hann Ijet sig detta niður á stól. »Þjer verðið undireins að segja þessum vitfirring upp stöð- unni.« Deildarstjórinn var altof blátt á fram maður til þess að láta sem hann ekki vissi hvað Blair fór. Á andlit hans kom þráasvipur, sem gerði yfirboðara hans undrandi. »Rockervelt fjelagið er í stórri skuld við hr. Steele — skuld, sem aldrei verður endurgoldin. Síðasta dag nóvembérmánaðar frelsaði hann nr. 3 frá slysi, sem hefði orðið vöðalegasti við- burður ársins.« »Hvers vegna hefir mjer aldrei verið sagt frá því ?« »Af þrem ástæðum, herra forstjóri. í fyrsta lagi af því, að því færri sem vita um slíkt, því betra; i öðru iagi af því, að Hammond, sem bar ábyrgðina, sagði af sjer vegna heilsu- leysis; í þriðja lagi af því, að Hammond var sýstursonur yðar.« Hr. T. Acton Blair stóð á fætur með allri þeirri hátign, sem hann gat lagt á ístrubúkinn á sjer. Vanalega hafði slíkt mikil áhrif á undir- menn hans. »Jeg held þjer misskiljið aðstöðu okkar hvors til annars, herra deildarstjóri. Jeg ér aðalfor- stjóri Mantean Midland járnbrautarinnar og hefi sem slíkur rjett til að vita alt, sem máli skiftir á brautinni.« »Skilgreining yðar á aðstöðunni er alveg rjett. Bæði þjer og hr. Rockervelt héfðuð átt að fá að vita um voða þann, sem stýrt var hjá.« Rað glitraði eins og á stál í hinum hvössu augum deildarstjórans, en forstjórinn breyttist sýnilega alveg, eins og loftbelgur, sem er stung- inn nálum. Blair vissi vel um hættu þá, sem honum var búin og stöðu hans, cf hinn um- ræddi viðburðnr bærist til eyrna hins mikla einvalds í New-York, hann taldi því hyggi- legast að slaka til, en reyndi að slá undan með meistaralegri lævísi. »F*að er gott, herra Manson. Verið getur, að þjer hafið rjett fyrir yður. Pví minna, sem talað er um slíka hluti, því betra. Blöðin komast að því og þá er tiltrú almennings stefnt í voða, en það ættum við að forðast í Iengstu lög. Pjer gerðuð alveg rjett og svo tölum við ekki meira um það.« »En hvað um herra Steele?« »Hann er í yðar deild, Manson, og þjer getið ráðið hvað þjer gerið. Vænst þætti mjer um, að hann væri Iátinn fara, en jeg krefst þess ekki. Góða nótt, herra Manson.« Og svo gekk stórmenni þetta leiðar sinnar með miklum tignarsvip og skyldi Manson eftir í vandræðum með hvað gera skyldi. En óðar og hurðin var skollin aftur á hæla Blair, var hurðin á skrifaraherbergi Mansons, er hafði fallið að stöfum og verið þannig meðan áður- nefnd samræða fór fram, opnuð og Steele kom þjótandi inn. »Fyrirgefið, herra Manson,« hrópaði hann, »en jeg beið eftir yður þarna inni og jeg gat ekki komist hjá að heyra sumt af samtali ykkar Blair. Pað var ekki tilgangur minn, að standa á hleri, en hefði jeg lokað hurðinni, hefði það heyrst. Jeg býst við, að hann hafi sagt yður, að við rákumst óþægilega á við horn eitt, þar sem engin hættumerki sáust.« Steele reyndi að slá öllu upp í gaman, en Manson breytti ekki svip. »Það var alt mjer að kenna og þjer höfðuð þó aðvarað mig áður,« mælti Steele. »Nú tókuð þjer málstað minn við gámla manninn og fenguð hann til að slaka á klónni. En jeg vil alls ekki, að þjer komist í klípur mín vegna. Jeg hefi sagt af mjer og fer nú til hr. Blair til að biðja hann afsökunar og segja af mjer. Jeg ætla að segja honum, að þjer hafið varað mig við að þjóta ekki svona um, en að það hafi ekki komið að neinu haldi. Mjer þykir leitt, að jeg skyldi rekast á hanu, en þó ekki nema að hálfu á móti því, að hafa brugðist vonum yðar.« »Hvaða bull er þetta,« mælti Manson strengi- lega. »Setjist við borð yðar aftur og látum þetta liggja milli hluta nokkra daga. Jeg skal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.