Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 36
30 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Tíu dollara á viku.« Gamli maðurinn sat þögull nokkra stund, en fór svo að skellihlæja, bersýnilega mjög ánægður með sjálfan sig. »Jeg skal borga honum fimtán,* mælti hann. »Er það nóg?« »FulIkomlega nægilegt.« »En jeg set eitt skilyrði.« íHvaða skilyrði er það, herra Rogers?« »Pað að hann taki við og skipi stöðuna sem aðalframkvæmdastjóri fyrir Burdock.* »Aðalframkvæmdastjóri ?« endurtók Manson. »TaIið þjer í alvöru, hr. Rogers?* »Víst geri jeg það, Manson. Og sjáið þjer ekki hvað jeg næ mjer vel niðri? Pjer segið, að Steele sje úrvalsmaður. Pað er gott, og jeg veit að þjer mæltuð ekki með honum, ef svo væri ekki. Með þessu móti fæ ‘jeg aðal- forstjóra fyrir 15 doliara á viku, — þann ódýr- asta hjer á landi og sjálfsagt þann besta. Jeg skal samt sem áður játa hreinskilnislega, að aðalánægja mín við að bjóða honum þessa stöðu, er sú, að fá að sjá ásjónu gamla Blair, þegar hann í fyrsta skiftið sest á ráðstefnu með snáðanum, sem hann hefir sagt upp, en sem nú er í jafnhárri stöðu, þótt ekki fái hann jafnhá laun. Pað gæti orðið ærið rannsóknarefni fyrir sálarfræðingana.« Hafi hinum alvörugefna Philip Manson dott- ið í hug, að meðfætt lítillæti Steele mundi banna honum að þiggja stöðuna, þá hafði hann gersamlega rangt fyrir sjer. Pegar Manson skýrði honum rólega frá árangri fararinnar, gekk Steele alveg fram af honum með því að stökkva næstum upp undir loft í skrifstofunni og reka upp svokölluð Indíánaóp af gleði. Pví næst roðnaði hann og skammaðist sín og bað afsökunar, þegar hann sá það á Manson, að honum þótti miður, hversu taumlaust hann ' hafði slept sjer. »Jeg skal segja yður hvað jeg ætla að gera, hr. Manson, jeg ætla að gera Burdock jafn- góða og þjer hafið gert Midland, og jeg ætla — ♦ »Já, það getur vel verið,« sagði Manson, sem alls ekki ljet hrífast með; »en þjer getið ekkert gert peningalaus, og Burdcck er raun- verulega gjaldþrota. Pjer megið hrósa happi, ef þjer fáið 15 dollarana yðar á viku nokkurn- veginn reglulega. — Hjerna er brjef með yður til herra Rogers. Fáið dyraverðinum í fjelags- húsinu það og hr. Rogers mun bjóða yður inn. Pjer munuð komast að raun um, að for- setinn er skemtilegur maður og það eruð þjer einnig að sumu leyti, en látið sem þjer sjeuð það ekki, og sýnið honum mikla virðingu, því að glaðværir menn eiga betur við ólundarseggi en við sjer líka menn. Jafnvel þótt þjer sléppið nú undan valdi hr. Blair, þá munið samt að hirða fötin yðar vel og gatiga sæmi- lega til fara. - Vera má, að þjer komist í tygi við höfðingja og þá hefir það sitt að segja, að líta snyitilega út, og er auk þess mikils virði í viðskiftalífinu. Hjerna er brjefið og farið þjer nú strax.« Deildarstjórinn .stóð á fætur og mælti uin leið og hann kvaddi hann með handabandi: »Og að skilnaði, guð blessi yður, vinur minn!« Hr. Manson var næstum hastur í máli, en undirniðri heyrðist þó viðkvæmnisblær; þegar hann hafði kvatt með þjettu handtaki, settist hann aftur við borðið, einbeittur á svip eins og hann vildi gefa til kynna, að nú vildi hann halda áfram störfum sínum. Að því er Steele snerti, treysti hann ekki rödd sinni til að kveðja eða þakka fyrir sig; fór hann þessvegna í skyndi út og hefði óefað gleymt hattinum, , hefði hann eigi verið svo heppinn að hafa hann í hendinni. Porri manna mundi hafa litið svo á Burdock- brautina, sem hún væri eigi annað en niður- nýdd braut með hálfeyddum teinum og ósljett eins og kargaþýfi. í augum Steele var hún dýrlegur vegur til paradísar og átti mikla fram- tíð. Hann fór eftir henni endilangri í vanaleg- um gripavagni, en ekki í sjervagni. Hann kynt- ist persónulega Óllum ■ starfsmönnunum frá Warmington til Portandit, sem var endastöð í vestri. Pegar hann hitti þá, voru þeir' önugir og kærulausir, en að skilnaði glaðir og von- góðir um framtíð fjelagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.