Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Qupperneq 44
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Jeg skoða þetta sem afgert mál,« mælti hann, og þar með var samræðunni lokið. IV. Besta gjöf, er forsjónin getur gefið ungum mönnum, er sú, að þeir þekkji sjálfan sig. Hepnin fylgir þeim, sem þekkja hæfileika sína á unga aldri. Rað kemur að engu liði, að uppgölva á áttræðisaldri, að menn hafi gáfur í þessa eða aðra átt, en að vita þetta um tvít- ugt, er betra en að eiga gullnámu. Sannast hjer hið fornkveðna: »Bara að gamall gæti, en ungur vissi.« Tveggja ára stjórn á Burdockbrautinni hefði átt að veita Steele tiltrú á sjálfum sjer, en samningur hans við Rockervelt sýndi, að svo var ekki. Hefði hann verið svo slunginn, að láta Rockervelt taka til upphæð þá, er hann átti að hafa í laun í nýju stöðunni, mundi hann óefað hafa komist að miklu hagkvæmari kjör- um, hefði hann svo þar að auki maldað í mó- inn, mundi hann hafa getað hækkað launin enn meira, en Steele var vanur fátækt, og kaup það, sem hann fjekk, virtist honum nægilegt og meira en það. Regar Steele var tekinn við deildarstjóra- stöðunni hjá Midland, kom sama sjálfvantraust- ið, og hafði komið Rockervelt til að hlægja að honum, aftur i Ijós. Þegar hann hafði ver- ið settur í embættið, skalf yfirmaður hans, Acton Blair, af ótta, því að hann þekti kenjar Rockervelts og var hræddur um að missa stöð- una. Hann braut heila sinn um það, hve mik- ið Rockervelt vissi. Ætli hann vissi nokkuð um harðstjórn þá, er hann sífelt árum saman hafði beitt við Philip Manson, hinu duglegasta mann ? Skyldi hann hafa heyrt, hversu hurð skall nærri hælum, með að besta járnbrautar- lest fjelagsins færist fyrir skeytingarleysi frænda Blairs, er hann hafði veitt stöðu, sem afgreiðslu- manni lestanna, þrátt fyrir viðvaranir og mót- mæli Mansons. Nú var Manson farinn til New- York og hafði fengið þar stærri og áhrifameiri stöðu, en hann áður hafði, og í stað þess, að Blair kæmi einu af eftirlætisgoðum sínum í stöðu þá, er losnaði, tók Rockervelt sig til og skipaði í hana einmitt manni þeim, sem bjarg- aði Kyrrahafsbrautinni, manni, sem Blair raun- verulega hafði rekið burt fyrir tveim árum. Hafi B!a:r, eins og Rockervelt hjelt fram, verið góðum gáfum gæddur í aðrar átttir, en stjórn járnbrauta, þá vissi hann þó ekki hvernig hann gæti dregið sig úr þessum dróma, er hann með yfirskinsgleði óskaði Steele aftur velkominn í þjónustu hins stóra járnbrautarfjelags. Steele var nógu mikið flón til að halda, að orð hans væru í eiolægni meint, og hann var í eðli sínú svo hjartagóður, að hann einsetti sjer að gleyma umliðnum tímum, og reyndi að vera eins al- úðlegur og mest hann mátti við yfirmann sinn. í fyrstu skyldi Blair ekki þetta, því næst hjelt hann, að Steele gerði þetta af bragðvísi, en að lokum sá hann þó, að Steele reyndi af fremsta megni að gegna skyldum sínum og vera yíir- mönnum sínum eins alúðlegur og hann gat; mundi hygnari maður hafa sjeð þetta fyrir löngu. Pegar hann, eftir margra vikna ótta og efa, sá loksins, að Steele hefði látið fornan fjand- skap niður falla, og hugði eigi á hefndir, en var ærlegur, alúðlegur og duglegur eins og fyrirrennari hans, fanst honum hann hafa verið hafður að háði og spotti. í stað þess, að vera þakklátur yfir því, að ótti hans og efi hafði reynst ástæðulaus, óx honum öfund svo mjög, að hann einsetti sjer að koma Steele fyrir kattar- nef við fyrsfa tækifæri. En meðan hann beið þessa færis, tók hann upp fornar venjur, sem reynst höfðu svo vel gagnvart Manson, og gerðist svo illur og önugur, sem mest hann máfti, svo að Steele leiddist störfin sem mest. Engin harðstjórn er verri, en harðstjórn litil- menna, og áður en 6 mánuðir voru liðnir, hafði Steele reynt hvað það er, að búa undir refsivendi einvaldsins. Eigi var Steele heldur huggun í því, sem. hafði haldið Manson uppi, að allir lifu upp til hans með ást og lotningu. Manson var fæddur sfjórnandi, og hafði unnið sjer stöðuna stig af stigi. Auk þess var hann rólegur og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.