Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Page 45
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 30 þögull. Steele var á hinn bóginn ágætis fjel- agsbróðirj málgefinn og glaðlyndur, og bjelt, að allir, setn með honum ynnu, væru jafn- ærlegir og heiðarlegir og hann. En nokkrir af undirmönnum hans Iitu svo á, að þeim bæri betri stöður og höfðu gert sjer vonir um það, þegar Manson fór. Reim til mikillar sorgar og angurs, var svo utanveltu maður valinn í stöðuna, og það í þokkabót maður, sem fyrir 2 árum hafði aðeins verið skrifsfofu- drengur hjá fjelaginu, og vinátta þe:rra við hann þá, var aðeins að þakka góðlyndi hans og greiðvikni; en engin nema Manson hafði gefið því gætur hvað í honum bjó.- Pegar staða losnar og einn aðstoðarmaður hækkar í tigninni, hækka einnig þeir, sem und- ir hann voru gefnir, um eina tröppu, þannig, að allir hækka að launum og metorðum, og almenn gleði er niðurstaðan. En þegar utan- veltu maður er tekinn, stöðvar hann alla þessa hækkun, alveg eins og trjábolur, sem fest hefir sig á grunni, stöðvar það timbur, sem á eftir kemur í að komast áfram. Jafnvel þót! S'ee'e sæi eigi annað en brosandi andlit hjá undir- mönnum sínum, voru þeir þó fullir haturs og öfundar í hans garð. Ýmislegt tók að fara af- vega; skipanir hans voru oft miskildar, enda þótt þær væru svo skýrar og glöggar, að mis- skilningur virtist óhugsandi. Hann mætti engri opinberri mótstöðu, en ýmislegt það skeði, sem ergði hann í mesta máta, og var hann þó eins varasamur, og frekast var ákosið. Harðn- eskja og jafnvel órjettlæti mundi vafalaust hafa komið að góðu gagni. Hefði hann strax rek- ið úr stöðu þann mann, sem fyrstur miskildi skipanir hans, hvort sem hann var sekur eða ekki, mundi betur hafa gengið, en vantraust hans á sjálfum sjer og gagnrýnisléysi hans á öðrum kom honum nú harðast í koll. Á skrif- stofunni gerðust menn kærulausir, skeytingar- lausir og óduglegir. Ekki var vinar að leita, þar sem Acton Blair var. Pvert á móti. Hann sá með mestu ánægju, að deildarstjórinn var illa liðinn. Hann ætlaði að bera s"g upp yfir þessu við Rockerveit næst þegar hann sæi hann, og láta þá eins og hann væri harla hryggur og vonsvikinn. Framkoma hans við Steele hafði einnig breyst. Hann gerðist þrætugjarn og fann að öllu, smáu og stóru. Hann jók á öll glappaskotin eftir mætti og dróg úr öllum umbótum. Steele var milli tveggja elda og reyndi ástand þetta mjög á taugar hans. Hann vann eins og hamhleypa nótt og nýtan dag, til þess að kippa í Iag því, sem afvega fór, og hann fór að efast um, að hann væri maður til að gegna þessari stöðu, er hann nú gengdi. Hann lagði sig í lima við störf sín, og vann jafnvel fyrir aðra, það sem þeir höfðu trassað. Honum datt aldrei í hug, hvernig á því stóð, að undirmenn hans gerðu eigi skyldu sína, því að járnbrautarstörf eru ólík öllum öðrum störf- um í því, að kæruleysi og trassaskapur getur kostað líf margra manna. Glappaskot, sem eigi hafa alvarlegar afleiðingar við öll önn- ur störf, geta valdið því, að hundruð manna, kvenna og barna láti lífið við járnbrautarslys. Marga kvöldslundina sat hann í öngum sínum á skrifstofunni og Iangaði til að fá að tala við Manson, þó að eigi væri nema hálftíma. Pað var ekki þægilegt, að skrifa í brjefi um alla þesss örðugleika, og þótt hann reyndi, var það vafasamt, hvort Manson skyldi ástandið, ástand, sem var svo gerólíkt því, sem hafði verið á sljórnarárum hans. Að lokum ákvað hann að fá sjer tveggja daga burtfararleyfi og ferðast til New York og reyna að ná tali af fyrverandi yfirmanni sínum. Retta leiddi til fyrstu opin- beru deilunnar milli hans og Acton Blair, en því miður varð Steele að lúta í Iægra haldi. »Hr. Blair,« mælti hann dag nokkurn þegar hin vanalega morgunráðstefna var búin, »jeg er að hugsa um, að skjótast til New York.c »Einmitt það,« svaraði Blair. »Með leyfi að spyrja, til hvers?« »Jeg þarf að tala við Philip Manson.c »Um hvað?« »Sitt af hverju, t. d. um ástandið hjerna.* »í einlægni talað, finst mjer frekast að þjer ættuð að tala um það við mig,« sagði Blair all-hvast.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.